Ráðunautafundur - 11.02.1985, Síða 78
68
74-75 daga gamlir aö meðaltali þegar þeir náöu 25 kg þyngd.
Hinn mikli mismunur sem er á vaxtarhraða grísa á Norðurlöndum og á
íslandi kemur vel fram, þegar haft er í huga að það tekur svínabónda á
Norðurlöndum 170-180 daga að ala upp 90 kg sláturgrís, meðan það tekur
íslenskan starfsbróður hans 233-267 daga að ala upp um 87 kg þungan
sláturgrís.
1 töflu nr. 9 eru nióurstöður fitumælinga á skrokkum slátursvina frá
svínabúinu að Hamri.
Tafla nr. 9 Fiuraál grísa á Hairri.
T
i i i Skýrsla 1980 i i i Skýrs’la 1981 i i i Skýrsla 1982 l i • i Skýrsla .1933
i i i i Fjöldi | i Meöaltal i i i l Fjöldi j MeÖaltal i i i i Fjöldij i Meöaltal l i i i Fjöldij i Heöaltal
Fituþykkt á niöjun hrygg, ir.n i i i i 598 i i i i 19.8 i i i i 1314 ! 20.1 i i i i i i i 1857 ! 20.9 i r i i i i 1757 J 19,4
Fituþykkt yfir bóg, r.n i i i 598 i i i 36.2 i i i 1314 I 36.8 i i i i 1857 ! 37.4 i i i i 1757 ! 36,7
Fituþykkt á lend, mn i 598 i 25.4 i 1314 Í 26.9 i 1857 J 29.4 i 1757 J 26,8 *
Sur.na fitunála á hrygg nn i i i 598 i i i 81.4 i l i 1314 ! 8 3.8 i i i i i i 1857 ! 87.6 i i i 17 57 J 82,9
Fituþvkkt á síftu, nm i i 59e i i 18.6 i 1314 j 21.5 i 1857 j 23.3 i 1757 i 24,0
'Aldur viö slátrun, daear i i i 598 i l i 267.5 i i i 1314 ! 252.1 i i i 1857 | 233.6 i i 1757 ! 228,3
Útskýringar á skrokksmálum í töflu nr. 9:
A) Fituþykkt á miðjum hrygg sýnir minnsta fitu
á miðjum hrygg.
B) Fituþykkt yfir bóg sýnir mesta fitu yfir
fremsta rifbeini.
C) Fituþykkt á lend sýnir mesta fitu á lend.
D) Fituþykkt i síðu er mæld móts vió aftasta
rifbein.
Ef fitumálin eru athuguð sést aó enginn árangur hefur náðst í að
minnka fitusöfnun hjá grisunum. Þessi mikla fitusöfnun hjá grísunum er
mjög bagaleg, þvi aó neytendur gera stööugt meiri kröfur um fituminna
kjöt. Einnig veróur að hafa i huga, að þetta gerir svínakjötsframleiðsluna
mun dýrari, en nauðsyn er til, því að það þarf 5-6 sinnum meira fóður til
þess aö framleióa 1 kg af fitu (8000 kcal) en 1 kg af kjöti (1300-1400
kcal), ef nægileg vaxtargeta er fyrir hendi.
Til samanburðar vió fitumálin í töflu nr. 9 eru hér á eftir birtar
niðurstöður frá norsku afkvæmarannsóknastöðvunum.