Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 79
69
Ar Norskar niðurötöður
1978 1979 1980 1981
Fita á miójum hrygg, mm 8,8 9,3 9,2 9,0
Fita i sióu, mm 10,1 10,2 9,9 10,2
Summa fitumáia á hrygg, mm 45,0 44,7 42,9 45,9
Skrokklengd (lifbein-banakr.) cra 100,4 100,5 100,3 102,4
A norsku afkvæmarannsóknastöðvunum eru aðeins prófaðir grisir undan bestu
einstaklingum stofnsins, svo af þessum niðurstöðum má sjá hvað langt er
hægt að komast með skipulögðum kynbótum. Erlendis einkum á Norðurlöndum og
í Vestur-Evrópu hefur verið lögð mikil áhersla á að minnka fitusöfnun
sláturgrísa bæði með kynbótum og nákvæmari fóðrun og koma þannig til móts
við kröfur neytenda um fituminna kjöt. Mikill árangur hefur náöst í þessum
málum, einkum eftir að farið var að nota sæðingar í stórum stíl í þessum
löndum. Með þessu hefur ekki einungis tekist aó fullnæ'gja kröfum neytenda
varðandi fituminna kjöt, því að fyrir svínabóndann þýðir þetta mun lægri
framleiðslukostnað og þá um leið lægra verð á svínakjöti fyrir neytandann.
Hér á eftir verður leitast við að skýra lauslega frá hvernig þróun
þessara mála hefur verið i Noregi. Tafla nr. 10 sýnir þær kjötmatsreglur,
sem gilda i Noregi viö mat á svínaskrokkum.
Tafla nr. 10. Norskar kiðtmatsreglur frá 1. iúli 1981.
Fituþykkt á FituþyWct yfir
Kj tttmats flokkur____miðjum hrygg_______bóg__________
Stjama, nagrir (XM) undir 16 nm minni en 30 rrm
Stjama (X) 16 nm til og ' minni en 35 nm
með 19 nm
I 20 nm " 23 nm
II 24 ittn " 27 nrn
III 28 nm og yfir
Kjötmatsreglurnar í töflu nr. 10 voru settar 1. júli 1981 og i þeim
var einnig ákveðið aó einungis grisir með fallþunga frá 60-90 kg gætu farið
i stjörnuflokk. Norsku kjötmatsreglurnar frá 1981 eru talsvert mikið
strangari en þær kjötmatsreglur, sem giltu áður, vegna þess að stöðugt er
verið að ganga lengra til móts við kröfur neytenda um fituminna kjöt.
Ákvæóiö um hámarksfituþykkt yfir bóg er meðal annars til þess að koma í veg
fyrir að svinabændur geti slakfóðrað feita grisi rétt fyrir slátrun og
komið þeim þannig í stjörnuflokk. Kjöt og fita af grísum, sem hafa lagt af
rétt fyrir slátrun, eru ekki vinsæl hjá neytendum.
Tafla nr. 11 sýnir hvernig kjötmatsreglurnar voru i Noregi frá árinu
1973 fram að 1. júlí 1981.