Ráðunautafundur - 11.02.1985, Síða 83
73
lifsþróttur grísanna undan þeim var svo lítill, aó við slátrun voru i
mörgum tilfellum aðeins lifandi 6-7 grisir úr 16-20 grisa goti.
B) Tekist hefur að auka fjölda lifandi fæddra grisa i goti úr 9,98
grísum 1981 upp i 10,49 grísi 1983, eða um 0,5 gris. Þetta má teljast
allgóður árangur, en hafa verður í huga, að þeim gyltum sem áttu fáa eóa
litla grisi var miskunnarlaust slátrað. Þessar niðurstöður sýna, aó ef
íslenskir svínabændur tækju upp nútíma vinnubrögð við búreksturinn, svo sem
skipulagt skýrsluhald og skipulagðar kynbætur, þá væri tiltölulega auðvelt
aó fá jafn mikla frjósemi hjá islensku gyltunum og gyltum á Norðurlöndum.
Tafla nr. 16 sýnir niðurstöður úr norska skýrsluhaldinu frá árinu 1966
fram aó árinu 1978.
Tafla nr. 16. Niðurstöður úr norska skýrsluhaldinu.
Ar Fjöldi grísa í goti, Lifandi fæddir grísir meðaltal. Fjöldi grísa 3ja vikna
1966 10,7 9,3
1970 10,6 9,2
1971 11,5 9,8
1975 11,2 9,4
1976 11,2 9,4
1977 11,2 9,4
1978 11,2 9,4
Ef norsku niðurstöðurnar um fjölda lifandi fæddra grísa i goti eru bornar
saman við samsvarandi niðurstööur i töflu nr. 15, sést að islensku
gylturnar standa þó nokkuð þeim norsku að baki hvað þetta varðar. Munurinn
á fjölaa lifandi fæddra grisa í goti hjá norsku gyltunum og þeim íslensku
er þó mun minni en við mætti búast, þar sem i Noregi hafa farið fram
skipulegar kynbætur og skýrsluhald í svínarækt i meira en hálfa öld, en
hér á landi hefur nánast tilviljun ein ráðið vió val á lifdýrum á sama
tíma. Við þennan samanburð verður einnig að hafa i huga, að stór hluti af
islensku gyltunum eru 1. og 2. gots gyltur, en athuganir hafa sýnt aö i 3.
goti fást flestir grísir.
C) Af töflu nr. 15 sést, að tekist hefur að auka lifsþrótt nýfæddra
grísa allmikið, þannig að fjöldi dauðfæddra grisa i goti, sem var 1,08 gris
1981, er kominn niður i 0,73 grís 1983. Ef sú viðleitni að hækka
fæðingarþunga grisanna hefði borið árangur, hefói lífsþróttur grisanna án
efa aukist mun meira en raun var á.
D) Fjöldi grisa undir gyltu viö 3ja vikna aldur hefur aukist úr 8,54
grísum 1980 upp i 9,58 grisi 1983, eóa um einn gris. Þetta má án efa
teljast mikill árangur á svo stuttum tima og einnig verður enn að hafa i
huga að mikill hluti gyltanna á búinu á árunum 1982 og 1983 voru 1. gots
gyltur.
1 töflu nr. 16 eru niðurstöður úr norska skýrsluhaldinu um fjölda
grisa undir gyltu við 3ja vikna aldur. Ef þessar niðurstöður eru bornar
saman við samskonar niðurstöður úr töflu nr. 15, sést að eftir að
árangurinn af skýrsluhaldinu er farinn að koma verulega í ljós þ.e.a.s. á