Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 86
76
Ef gengió er út frá að norsku grisirnir frá árinu 1936 hafi veriö
sambarilegir aó gæðum og þau svin, sem flutt voru hingaö til lands um og
eftir 1930, þá sést aó svínastofninum hér á landi hefur mjög hrakaó á
þessum 50 árum. Eólilegast er aö bera þessar norsku nióurstöóur við
nióurstööur skýrsluhaldsins frá 1980, þvi að þá er árangur af
skýrsluhaldinu ekki kominn i ljós. Rétt er að minna á aö skýrslur
sláturleyfishafa benda til þess að búreksturinn á svinabúinu að Hamri hafi
verió síst verri en almennt gerðist á árinu 1980. Ef þessi samanburður er
réttur þá hefur vaxtarhraði grísanna eftir fráfærur minnkaó úr 601,6 g á
dag niður i 357,8 g á dag eöa um 243,8 g á dag. Samkvæmt þessu þurfa
islenskir svinabændur núna að ala sláturgrisi sina um 83 dögum lengur, en á
árunum eftir 1930 til þess aó ná 90 kg lifandi þunga vió slátrun.
Tafla nr. 19 sýnir %-dreifingu grisa eftir sláturaldri.
Tafla nr 19. Samanburóur á niöurstöðum á Hajnri og norskum niðurstöðum frá árinu 1936.
I i i Skýrsla i i Skýrsla i i i Skýrsla i i i Skýrsla 1 i i Berge
i i i 1980 i i i 1981 i i i 1982 i i i 1983 i i i . 1936
Aldur grísa viö slátrun, dagar. i i i 598 grísir i i i 1314 grísir i i i i 1857 grísir i i I 1757 grísir i i i 613 grísir
180 daga og yngri i i i 0.34 % i i i 3.81 % i i i 5.22 % i i i 8.25 % i i i 43.2 %
200 daga og yngri i i 2.85 %_ i i 18.87 % i i 30.59 % i i 36.77 % i i 79.9 %
220 daga og yngri i i i 18.90 % i i i 41.56 % i i i 63.81 % i i i 72.40 % i i 92.6 %
240 daga og yngri i i i 42.81 % i i 63.71 % i i 86.05 % i i i 91.52 % i i i 95.6 %
260 daga og yngri i i 68.90 % i i 80.99 % i i 95.05 % i i 98.12 % i i 98.7 %
eldri en 260 daga i i 31.10 % i i 19.01 % i i 4.95 % i i 1.88 % i i i 1.3 %
Þyngd viö slátrun kg. i ! i i 87.3 i i i i —I— 86.8 i i i i i 87.2 r i i i . i... 83.7 i i i i -i- 90.0
Af töflu nr. 19 sést meðal annars að 43,2% af norsku grísunum frá árinu
1936 eru 180 daga eóa yngri vió slátrun, en aðeins 0,34% af grisum frá
árinu 1980 ná þessum aldri viö slátrun. Einnig sést aö tilkoma
skýrsluhaldsins hefur gjörbreytt þessum hlutföllum, en þrátt fyrir það er
geysilegur munur á norsku grisunum frá árinu 1936 og skýrslufærðum
islenskum grisum frá árunum 1981-1983.
Af nióurstööum i töflum 18 og 19 sést hversu fráleit hugmynd þaö er aö
flytja kynbótadýr inn, til þess aö bæta svínastofninn hér á landi, ef ekki
er víótækt skýrsluhald fyrir í landinu. Kynbótadýrin myndu á fáum árum
hverfa i þennan lélega svinastofn sem fyrir er í landinu og við stæðum þá i
sömu sporum og nú.