Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 93
83
tekst betur en öðrum þá eru hinir nauóbeygóir aó gera eitthvaó
sambærilegt i átt til hagræóingar ef þeir vilja tolla i grein-
inni.
Fyrr á árum unguóu nánast allir út sjálfir, sem ólu upp
kjúklinga. Það þýddi aó i sama herbergi eöa húsi voru saman-
komnir margir aldurshópar, þvi ungar fæddust í hverri viku.
Slikt var óhæfa. Hver aldurshópur hefur sinar sérþarfir fyrir
hita, raka og fóöurþörf. 1 dag hafa menn sameinast um útungun-
arstöðvar og sett er inn i húsin i einu lagi og sióan er slátraö
i einni lotu.
Húsin eru þrifin að slátrun lokinni og undirbúin undir
næsta hóp. Þannig er gangurinn, hóp eftir hóp, bú frá búi.
ötungunarstöðvarnar eru flestar staðsettar i nánd vió
framleiðslusvæóin, sem hafa i flestum tilfellum aðgang aö sama
sláturhúsi. Er þetta æskilegt gagnvart öllum smitsjúkdómum, en
erfitt er að reikna til fjár ef fár kemur upp i fuglinum. Þaö
hafa að sjálfu sér skapast nokkurs konar sjúkdómsvarnarhólf,
þar sem útungunarstöövar og sláturhús vinna saman. Er þá nánast
ekkert um samgang milli svæöa aö ræöa.
Bætt kyn
Fullyrða má aó kynbætur hafi aukið mikið vaxtarhraða kjúkl-
inga. Fjögur til fimm siðustu ár hefur vaxtarhraði styst um
30%. Þetta er mest að þakka innflutningi á kynbættum stofnum
frá Noregi sem koma hingað til lands i formi eggja. Eins hefur
aóstaóa öll verið bætt á búunum. Þetta er mun viðkvæmara dýr
heldur en það sem var fyrir og þolir ekki eins vel okkar mis-
jöfnu veðráttu, sem seint verður með öllu hægt aó útiloka, þótt
hús séu góó. Þessi kynbætti fugl er ótrúlega matlystugur og ef
ekki er fylgst náió meó dýrunum og þeim leyft að éta aó vild
fullvöxnum, yróum við að rækta framfætur undir þá, þvi þeir
viróast getað stækkað og fitnað, fram i andlátið. Ég hefi
vigtað hænu sem vó tæp 6 kg. Ef ekki er að gáð veldur þessi
eiginleiki, ófrjósemi og minna varpi. Þaó verður þvi að vera á
varóbergi meó fullorónu dýrin, enda hafa flestir framleiðendur
lent i framleiðsluvandræðum vegna þessa.