Ráðunautafundur - 11.02.1985, Side 96
86
sjálfum, svo þeir þurfi ekki aö kaupa af okkur meira. Eða
flytja út fylfullar stóðmerar og stóðhesta svo aðrir geti séð
um hrossamarkaðinn.
Bankakerfið er svo vitlaust að það hrindir á erlenda
grund hönnuóum, hugvitsmönnum og framleiðendum. Gefum frá okkur
villiref til vina okkar í refarækt sem eru markaóskeppinautar.
"Vinur, vinur, vinur, eins og þú vilt hafa það", mætti halda að
einkunnaroró islenskra viðskipta væru.
Það þarf mikinn landráðamann til að verða ekki óóur aó sjá
ekki og skilja þessa vanvirðu við sjálfan sig og land sitt.
"Hverju eigum vió aó lifa á þegar búió er aó gefa allt, bæði
landió og miðin?"
Ég trúi þvi ekki enn, að kaninn keypti ekki af okkur kinda-
kjötió fyrir gott verð, ef hann vissi aó íslendingar eru með
langlifustu þjóöum jarðar og hafamatast mest flestra þjóóa á
lambakjöti i aldir. Til viðbótar er hér einnig eitthvert ómeng-
aóasta land veraldar.
Ætli þaö sé satt aó það séu teljanlegir á annarri hendi
markaöskönnuðir, sölumenn og aórir sérfræðingar i fullu starfi
við að koma kindakjötinu á markað erlendis. Þaó þyrfti heilan
her eins og nú horfir.
Þjóóin á rétt á svari i sliku byggóa- og fjárhagsmáli, þar
sem er framleiðsla ómengaórar kjötvöru, svo ómengaórar að villi-
bráð má teljast þar sem þessi búgrein heldur helst strjálbýlinu
i byggð.
Þaö væri vænlegra til árangurs að verja meira af tima og
fjármunum i markaðsmál, en setja á alls konar kvóta, skatta og
þök, sem drepur i dróma og dregur hug úr dugandi drengjum. Nú
siðast aukinn skatt til þaks á búgreinunum sem eiga allt sitt
undir fóðurbæti, og fjármagnió notað til greióslu á áburði i
grasbiti.
Hvert er réttlætiskenndin komin? Hér inni er fullt hús af
visum mönnum og i landbúnaðinum og á meðal þjóóarinnar. Við
verðum aó vakna til meóvitundar og hætta að mjólka meðbræóur
okkar, vakna til framfara, framþróunar og hætta að salta orsakir
vandamálanna, en i þess staó ráóast á þær.
Ég geri mér ljóst aö markaður er þröngur i landinu, en við
leysum ekki vandann meó tilfærslu á fjármagni milli greina.