Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 114
104
Engar athuganir hafa verið gerðar á vinnuþörf hér á landi.
I norskri handbók eru eftirfarandi tölur.
1. Minkur (200-600 læður)
Breytileiki Meðaltal Bestu
Vinnustundir á læðu 3.6-12.2 6.3 4.1
Vinnustundir á skinn 1.0- 3.5 1.9 1.3
2. Refur 15 - 30 klst á læóu eða 3.5 - 10 klst i skinn.
III. Aætlun um stofnkostnað
Bændur standa frammi fyrir þvi að fjármagn er nú dýrt og
reksturinn veróur að skila þvi fjármagni, sem lagt er í hann,
en á misjafnlega löngum tiraa þó. Fjárfesting, sem úreldist
ört bæði vegna slits og tæknilegrar úreltingar, verður að skila
fjármagninu mun hraóar en varanlegri frarakvæmdir. Reyndar er
þaó ekki nóg að bóndinn endurheimti það fjármagn, sem hann
leggur í reksturinn, heldur verður hann einnig aó endurheimta
fjármagnið meö vöxtum.
Mat á þvi hve miklu reksturinn þarf að gefa í vöxtum af
þvi fjármagni, sem lagt er í reksturinn, fer eftir því verði
sem fjármagnið kostar á hverjum tíraa. Matið er þannig afstætt.
1 dag er krafa um 4-10% vexti, sem kalla mætti raunvexti.
Slikri stöðu hefur atvinnurekstur hér á landi ekki staðið
frammi fyrir i lengri tima. Nú er það heldur ekki gefið aó
veró á afuróum fylgi verótryggingu og reyndar frekar óliklegt
þar sem gera verður ráð fyrir framförum i þessum atvinnuvegi
eins og öórum. Einnig verður að reikna með áhættu, þvi ekki er
heldur gefió að reksturinn gangi eins vel og reiknaó var með.
Þegar stofnlán er tekið til framkvasmda, er siður þörf á að gera
kröfur um háa vexti, þegar lagt er 'mat á þaó hvort fjárfest-
ingin er talin hagkvæm eóa ekki.
Grundvöllur fyrir fjárfestingu er oft ótraustur, og þvi
fer fjarri aó alltaf sé hægt að reikna sér til um hagkvæmni
fjárfestingar, þar sem búskapur er oft þaö flókinn og margt
óþekkt. Rekstraráætlanir eru heldur ekki alltaf mjög traustar.
I loödýrarækt er stofnkostnaður u.þ.b. þreföld ársvelta