Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 132
122
frá neti og loftræstiopum í veggjum. Sökkulveggir skulu ná
minnst 40 sm niður fyrir endanlegt jarðvegsyfirborð.
Flórar.
Ýmsar gerðir af flórum hafa verið reyndir í refahúsum á
síðastliðnum árum, bæði með miklum halla og allt niður í að
vera næstum lárétþir. Margar gerðir af efnum hefur verið
notað: Vatnsheldur krossviður, galvaniserað járn, stein-
steypa o.fl. Að mínu mati hefur þetta ekki gefið nægilega
góða raun, bseði eru þetta dýrar lausnir og einnig er mjög stór
flötur af gólfinu flórar, allt að 50% af heildar gólffleti.
Flórarnir eru yfirleitt rakir a.m.k. þeir sem eru láréttir,
stór hluti gólfsins er því alltaf blautur (vatn og þvag).
Þetta hlítur að auka rakastigið í húsinu og getur ef til vill
haft áhrif á skinnagæði. Fram hafa komið hugmyndir um aðra
útfærslu á flórum eða gólfi undir búrum þ.e. þurrum sandi og
plastrennu 25 sm i þvermál við fóðurgang. Þurr sandur drekkur
í sig raka og yfirborðið rennubotnsins er tiltölulega lítið,
þetta geeti haft áhrif til lækkunar á rakastigi í húsunura, en
þessi útfærsla er nú á tilraunastigi. Sandur og plastrenna er
allav'œga ódýrari lausn en aðrar gerðir af flórum sem gerðar
hafa verið fram að þessu (fyrir utan plastdúk). Ýmsir eru
eingöngu með sand eða grús undir búrunum, og sumir moka út
reglulega, ódýr lausn en fróðlegt væri að sjá hvort finna
mætti mismun á skinnagæðum (gegnum söluskýrslur).
1 minkahúsum hafa verið settar upp samskonar plastrennur.
Þetta er auðveldara þar því minkurinn skítur alltaf á sama
stað þ.e. sem lengst frá hreiðurkassanum, en þetta er einnig á
tilraunastigi. Athuga þarf t.d. halla á flórum, hámarkslengd
o.s.frv. Aukinn þrýstingur er að byggja haughús við loðdýra-
hús. Þau er hægt að byggja þvert í gegnum húsið eða setja það
fyrir utan, allt háð aðstæðum á byggingarstað. Ef haughúsið
gengur þvert í gegnum skálann, skal loka því með steyptri
plötu, eða á annan tryggilegan hátt.