Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 146
136
Byggingarkostnaður fjóss
(án ha.ughúss, mjólkurhúss
& mjaltabáss)
Viðbótarkostnaður sbr.
ofan:
kr. 1.828.000
1, 15%
Þetta er tiltölulega lítill viðbótarkostnaður, þegar
tillit er tekið til þess að ending eykst að öllum líkindum
upp í að minnsta kosti 30 ár án nokkurs verulegs viðhalds.
Hvað varðar flórristarnar má segja, að í rauninni hafi
þegar árið 1975 verið tekið stórt skref til að koma í veg
fyrir óeðlilega skamma endingu, en þá komu út nýjar teikn-
ingar með því þvermáli teina, sem notað er enn í dag. Eftir
því sem best verður séð, er ástandið ekki nærri því eins slæmt
á þeim ristum eins og hinum. Hvað það er í rauninni, sem or-
sakar skemmdir á flórristum, er ekki þekkt með neinni vissu.
Hið eina, sem hægt er að ráðleggja að svo komnu máli, er
að gæta þess að notað sé rétt efni í teinana, þ.e. kambstál
sem ætlað er til suðu, nógu sver burðarjárn og réttur suðu-
teinn. Þetta eru allt atriði sem kosta lítið sem ekkert
nema nákvæmni í vinnu og aðdráttum.
Yfirlit.
Sannreynt hefur verið að allt járnverk í fjósum hefur of
skamma endingu, einkum milligerðir og flórristar.
Æfekilegt er að finna aðferðir til að auka endingu milli-
gerða og rista upp í 30 ár.
Sannreynt hefur verið, að tæringarhætta er mjög mismun-
andi, eftir því hvar í fjósinu er. Verst er ástandið næst
gólfi.
Líklegt má telja, að ná megi 30 ára endingu milligerða,
ef notað er ryðfrítt stál á verstu stöðunum.
Ekki eru vituð nein ráð til að ná 30 ára endingu út úr
flórristum, en ætla má að bæta megi ástandið mjög með réttu