Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 154
144
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1985.
NOKKUR ATRIÐI UM ENDURVINNSLU TÖNA
AÐ KROSSNESl A MÝRUM.
Árni Snæbjörnsson,
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Inngangur.
Á árunum 1976 og 1977 var hafist handa aö endurrækta gömul
mýratún að Krossnesi í Álftaneshreppi. Þar sem það er algengt
að sáðgresi endist illa í túnum víða í lágsveitum Mýrasýslu,
var reynt að haga endurvinnslunni á mismunandi vegu og verður
hlr í stuttu máli greint frá því sem þarna var gert. Aðstandendur
þessa verkefnis voru: Jóhannes M. Þórðarson bóndi Krossnesi,
Bændaskólinn á Hvanneyri, BÚtæknideild RALA, Hvanneyri og
Búnaðarsamband Borgarfjarðar.
ítarlegri greinargerð um þessa endurræktun er að finna í
nýútkomnu fjölriti Bændaskólans á Hvanneyri nr. 51, 1984.
Fyrri ræktun og tilraunaskipulag.
Landið sem endurræktunin er á var flatur flói. grafinn um
1960 og ræktaður á árunum 1960-1970. Bil milli skurða er
36-38 m. Landið var kýft og sáð í það vallarfoxgrasi í upp-
hafi, en um 1976 var ríkjandi gróður orðinn knjáliðagras,
varpasveifgras, starir o.fl. og skurðir hálffullir. Árið 1976
eru skurðir hreinsaðir og endurræktun hefst.
Tilraunaskipulag.
Tilraunaskipulag er sem hér segir:
A20 ðhreyft, gamalgróið
A44 ðhreyft, gamalgróið en kílræst með 4 m millibili
A48 ðhreyft, gamalgróið en kílræst með 8 m millibili
B30 Plægt og herfað, plógræst með 8 m millibili
B90 Plægt og tætt, plógræst með 8 m millibili
C54 Plógherfað og tætt, kílræst með 4 m millibili
D90 Tætt + tætt, plógræst með 8 m millibili
E70 Brött kýfing (4,5°), tætt
F71 Kalkað, tætt