Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 177
-167-
RAÐUNAUTAFUNDUR 1985
GRASTEGUNDIR OG STOFNAR 1 TÚNRÆKT
JÓnatan Hermannsson
Rannsóknastofnun landbúnaöarins.
I. Inngangur.
Fyrir liggur uppgjör á langflestum þeim grasstofnatilraunum, sem
gerðar hafa veriö hérlendis frá upphafi aldarinnar. Sturla Friðriksson
(1956) tók saman niöurstööur tilrauna frá aldamótum til 1955, Hólmgeir
Björnsson og Guöni Þorvaldsson (1983) frá 1955-1975 og Áslaug Helgadóttir
(1982) gerði upp tilraunir frá árunum 1975-1981. Her veröur byggt á efni
þessarra rita og baett vió ýmsu smálegu, sem fundist hefur i tilraunum á
Korpu og víðar nú síðustu árin. Þvi er varla við að búast, að hér liti
mikil nýmæli dagsins ljós. Miklu fremur veróur hamrað á gömlum sannindum.
Margt hefur verið rætt um vanda samfara þvi að reyna grasstofna i
tilraunum og meta niðurstöðurnar. Lengst af hefur áhersla verið lögð á
uppskerumælingar, en reynslan sýnir, að uppskerumunur er sjaldan mikill
milli stofna sömu tegundar, svo framarlega að þeir lifi. Fyrsta og
aóalskilyrðið, sem við setjum nú, er að viðkomandi stofn sé nógu þolinn til
að lifa hérlendis flesta vetur á sasmilegu landi. 1 öðru lagi eru svo metin
gæði uppskerunnar, því að hún er einungis til þess fengin, að einhver geti
étið hana og melt. 1 þriðja og fjórða lagi koma svo uppskerumagn og ending
í sambýli við annan gróður. Síðast nefndi þátturinn hefur veriö kannaður
nokkuð í tilraunum á undanförnum árum.
1 túnræktartilraunum hérlendis hafa átta tegundir grasa verið reyndar
með einhverjum árangri. Telja má, að um tuttugu stofnar af þeim hafi
reynst svo, að þeir komi til greina til sáningar i tún. Flestir þeir
stofnar eru upprunnir úr nyrstu héröðum Skandinaviu eða eru innlendir hér.
Undantekning er vallarsveifgrasiö Fylking, en sá stofn er ættaður sunnan af
Skáni og þolir þó ágæta vel islenska vetur.
Rétt er að geta þess hér, að tölur um meltanleikafall einstakra
tegunda eru jafnan meðaltal allra þekktra athugana, en þær eru að meiri
hluta til frá Korpu. Tegundir gætu hugsanlega raðast öðru visi annars
staðar, en um það er ekkert hægt að segja að svo komnu. Fyrrnefndar tölur
verða því látnar gilda með þessum fyrirvara.