Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 180
-170-
eftir sumri neer það að kæfa marga svarðarnauta sina.
1 4. töflu eru sýndar tölur úr fjórum tilraunum á Korpu, þar sem
vallarfoxgrasi hefur verið sáð i blöndu með vallarsveifgrasi. Klippt hafa
verið sýni úr hverjum reit vió slátt og þau greind til tegunda. 1 fyrri
hluta töflunnar sést eftirverkun eftir mismunandi sláttutíma, en i síðari
hluta töflunnar eru tölur úr tilraunum, sem enn eru í gangi. Há var
slegin, eins og segir i aðfararorðum 3. töflu.
4. tafla. Hlutur vallarfoxgrass í uppskeru úr blönduðum
reitum i nokkrum tilraunum á Korpu. Fyrri sláttur.
Sýni Sláttut. Vallarfoxgras, % af þunga þe.
meðferð l.sl: 29.6. 20.7. 27.7. 10.8
Eftirverkun 509-80 Korpa ein 1984 1981-82 50 54 66
509-80 Korpa og Fylk.1984 1981-82 39 35 51
567-80 Korpa og Fylk.1983 Mælt við sláttutima 1981-82 49 60 68
567-81 Adda og Fylk. 1984 1982-84 49 62 86
568-81 Engmo og Fylk.1984 1982-84 45 69
Aö siðustu verður sýnt, hvaða áhrif mismunandi blönduhlutfall við
sáningu hefur á endingu vallarfoxgrass. Klippt voru sýni úr hverjum reit
við slátt og þau greind til tegunda.
5. tafla. Hlutur vallarfoxgrass í uppskeru úr blönduðum reitum
í tilraun 568-81 á Korpu árið 1984. Fyrri sláttur,
mælt vió sláttutíma.
Blanda fræs Vallarfoxgras, % af þunga þe.
við sáningu. l.sl: 29.6. 27.7.
Engmo 40%, Fylking 60% 57 73
Engmo 10%, Fylking 90% 32 65
Af 4. og 5. töflu má sjá, að vallarfoxgras þolir illa slátt á þeim
tima, sem það skarar fram úr öðrum grösum að meltanleika.
2. Beringspuntur.
Mikið hefur verió fjallað um beringspunt undanfarin ár. Um
ræktunarsögu og hingaókomu tegundarinnar verður ekki fjölyrt að sinni, en
látið nægja að vitna til erindis Þorsteins Tómassonar (1984), sem flutt var
hér á ráðunautafundi í fyrra.
Aðeins einn stofn af beringspunti hefur verið notaður hérlendis. Hann
nefndist fyrst IAS-19 og siðan Nordcoast. Fræ hefur reynst torfengið þrátt
fyrir mikil áform um frærækt. Beringspuntur er nokkuð vel reyndur i
tilraunum, en hefur nánast ekkert komist í almenna notkun.
Beringspuntur hefur fengið það orð á sig að vera vetrarþolinn.
Tilraunir staðfesta það ekki beinlinis. Hann virðist lifa vel á mýrum, svo
sem á Hvanneyri og eins á söndum og melum. Á öllum jarðvegi þar á milli er