Ráðunautafundur - 11.02.1985, Síða 185
-175-
1983). Sýni úr tilraun 567-81 gáfu aftur á móti meltanleikann 63,5% 20.
júli, fallandi um 1,5 einingar á viku.
Athugun, sem geró var á hrakningi heys úr tilraun 528-81 á Korpu,
sýndi, aö lingresi þoldi hrakning á velli í óþurrkatið betur en hey af
öörum tegundum. Par voru bornir saman tólf stofnar af átta tegundum.
5. Túnvingull.
Túnvingull hefur verió í íslenskum túnum frá upphafi vega og er þaó
enn, sumsstaðar i verulegum mæli. Til dæmis þekur hann um eöa yfir 30% af
gömlum túnum í Rangárvallasýslu (G.Þ., 1981) og er talinn um 11% af heyfeng
norðanlands (J.S., 1977). Langt er síðan farið var að sá hér erlendum
túnvingli, en lengi vel var ekki völ á viðunandi stofnum (H.B. og G.Þ.,
1983). Á sióustu fimmtán árum hafa svo komið fram einir fjórir stofnar,
sem telja má nógu þolna fyrir íslenskar aðstæður. Þaó er stofninn Leik frá
Noregi og islensku stofnarnir íslenskur (Sturla), 0301 og 0305. Þrír þeir
fyrstnefndu eru taldir henta til túnræktar (Á.H., 1982), en 0305 reynist
fyrst og fremst vel til uppgræóslu á fjöllum (Áslaug Helgadóttir og
Þorsteinn Tómasson, 1984).
Fremur litið er vitað um meltanleikafall túnvinguls. Meðaltal þriggja
athugana gefur meltanleikann 67,2% 20. júli, fallandi um 1,3 einingar á
viku (H.B. og J.H., 1983). Sýni úr tilraun 567-81 sýndu aftur á móti 63,8%
meltanleika 20. júlí, fallandi um 1,3 einingar á viku.
1 samkeppni við önnur grös i blönduðum sverði hegðar túnvingull sér á
sama veg og lingresi og sveifgras, eins og sést í 9. töflu. Góðir
túnvingulsstofnar gefa lika mjög svipaða uppskeru i tilraunum og bestu
stofnar af sveifgrasi og língresi. Nokkrar uppskerutölur þessarra tegunda
eru i 8. töflu.
Túnvingull sýnist mjög þurrkþolinn. Gróðurfar sanda ber því vitni og
eins uppgræðslutilraunir á öræfum (Á.H. og Þ.T., 1984). Að þessu leyti
virðist túnvingull hafa sérstöðu og eðlilegt er, að notkun hans sé við það
miðuð.
Rétt er þó aó hafa i huga, að túnvingull er að jafnaði betur aðhæfður
vaxtarstað en aðrar tegundir hérlendar (Þorsteinn TÓmasson, óbirt
heimild). Þvi er ekki vist, að túnvingull úr túni taki fram öðrum tegundum
á sandi.
6. Hávingull.
Á hinum Noróurlöndunum er hávingull mikið notaður i tún og þykir
heppilegur gróður, þar sem tún eru slegin snemma og oftar en einu sinni.
Þá meðferð þolir hann vel og má segja, að hann taki við af fjölæru rýgresi,
þegar kemur norður fyrir útbreiðslumörk þess. Hávingull vex villtur i
Mýrdal og þaðan er kominn eini íslenski stofninn af hávingli, Pétursey. ÞÓ
nokkrir útlendir stofnar hafa verið reyndir hér i tilraunum og einir tveir
þeirra hafa reynst þolnari en Pétursey. Það eru norsku stofnarnir Salten
og Löken. Á þeim stöðum, þar sem tilraunir hafa verió gerðar, hafa þeir þó
hvergi enst svo, að við megi una. Ef til vill gæti Salten þó komið að
gagni á austanverðu Suðurlandi og um miðbik þess, en það er ókannað mál.