Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 190
-180-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1985
MESFERD TÚNS AD VORI
Ríkharð Brynjólfsson
Bændaskólanum á Hvanneyri
Inngangur
Á ráðunautafundi 1983 var greint frá nokkrum tilraunum sem
gerðar voru á Hvanneyri og nágrannabæjum sumarið 1982 (Ríkharð
Brynjólfsson 1983). í þessum tilraunum var leitað eftir áhrif-
um áburðartíma og vorbeitar sauðfjár á uppskeru sumarsins.
Árin 1983 og 1984 voru gerðar fleiri tilraunir út frá
svipuðum forsendum, og verður lýst niðurstöðum þeirra að hluta.
Tilraunirnar
Þessar tilraunir voru framkvæmdar á líkan hátt og fyrri
beitartilraunir þ.e. tvær tilraunir eru lagðar út hlið við hlið
á beitilandinu en önnur girt af. Þannig tilraunapar er hér
eftir nefnt tilraun, og samanburðir eru gerðir milli samskonar
ti1rauna1iða. Tilraunum þessum má skipta í 5 flokka sem hér
segir:
1. Tilraunir 1982 með tvo sláttutíma en einn áburðartíma,
sem borið var á samtímis því sem borið var á túnin í kring, og
var það gert af ábúendum. Þessar tilraunir voru 4, ein í Ausu,
ein á Grímarsstöðum og tvær á Hesti. Á Hesti var þó aðeins
einn sláttutími, og önnur tilraunanna Hestur 2, var nær ónýt
sem beitartilraun vegna greinilegs frjósemismunar á friðuðum og
beittum reitum.
2. Tilraunir 1983 og 1984 með tvo áburðatíma og tvo
sláttutíma, og var áburðardreifingin óháð áburðartíma á túnið í
heild. Hvort árið var ein slík tilraun í Ausu, ein á Grímars-
stöðum og tvær á Hesti.
3. Tilraunir 1982 á Hvanneyri með tvo áburðartíma og þrjá
sláttutíma. Þessar tilraunir voru 4, en aðeins ein nothæf sem
beitartilraun, Hvanneyri 1. Tilaun nefnd Hvanneyri 2 var öll
óbeitt, en beittir reitir í Hvanneyri 3 og 4 fengu tvöfaldan
áburðarskammt.
4. Tilraunir 1983 á Hvanneyri þar sem þættir voru saman
3 áburðarskammtar, 3 áburðartímar og 3 sláttutímar. Áburðar-
skammtar höfðu lítil áhrif og ekkert samspil við aðra þætti, og
eru því notaðir hér sem endurtekningar. Tilraunirnar voru
t vær.
5. Tilraunir 1984 á Hvanneyri með þrjá sláttutíma.
Tilraunirnar voru tvær, sín á hvorri sléttu, og var í annari
borið á fyrir beit (tilraun 2) en á hina eftir beit (tilraun
1), og var borið á landið í kring á sama tíma og viðkomandi
tilraun.
Beitarálag á tilraunirnar var mjög mismunandi. Mest var
það á Grímarsstöðum, þar sem beit stóð til miðs júní öll árin
og í Ausu hófst beit mjög snemma og fyrr en girt var en lauk um
viku af júní. Á Hesti var beit vægari og stóð skemur, en í
heildina séð var beit þó vægust á Hvanneyri, allt niður í 5 ær
á hektara um viku tíma í tiraun 1 1983.