Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 191
-181-
Tllraunirnar voru allar á framræstri mýri. Ræktunin var
gömul, og gróður yfirleitt mjög blandaður. Vallarfoxgras var þó
ríkjandi í tilraunum á Grímarsstöðum 1982 og 1983 og á Hesti 1
1982 og 1983. Annars var mest um knjáliðagras, snarrót og
vallarsveifgras eins og algengt er um mýrartún á Vesturlandi.
Þó var nær hreint vallarsveifgras í tilraun 2 á Hesti 1982 og
1983. Upplýsingar um áburðartíma og sláttutíma tilrauna eru í
töflu 1.
Tafla 1. Áburðartíma- og beitartilraunir á Hvanneyri 1982-
1984. Upplýsingar um tilraunirnar.
Tilraunastaður Ár Áburðartímar* 1 2 3 Sláttutímar** 1 2 3
Ausa 82 14 29
Grímarsstaðir 82 14 29
Hestur 1-2 82 33 27
Ausa 83 20 37 7 27
Grímarsstaðir 83 20 37 6 27
Hestur 1-2 83 20 37 7 28
Ausa 84 21 36 2 24
Grímarsstaðir 84 22 36 6 24
Hestur 1-2 84 21 37 6 24
Hvanneyri 1-4 82 24 34 7 27 35
Hvanneyri 1-2 83 17 30 47 -1 14 27
Hvanneyri 1 84 39 -8 9 24
Hvanneyri 2 84 22 -8 9 24
* Dagar frá 1. maí ** Dagar frá 1 júní
Niðurstöður
í þessari samantekt er uppskera tilraunanna ekki tekin til
skoðunar, en vísað til tilraunaskýrslna, heldur einungis þau
áhrif sem rekja má til áburðartíma eða beitar Verður litið til
eftirtalinna atriða:
1. Minnkun uppskeru vegna seinkunnar áburðartíma
2. Minnkun uppskeru vegna vorbeitar
3. Sprettuhraða
4. Áhrif beitar á meltanleika uppskeru
5. Fall meltanleika við seinkun sláttar
Uppskerutölur eru allar hkg þurrefnis á hektara, og tíma-
eining 1 vika.
Minnkun uppskeru vegna seinkunar áburðargjafar
í töflu 2 er sýnd rýrnun uppskeru með seinkun áburðargjaf-
ar um eina viku eins og hún mældist við hvern sláttutíma.
Aðeins eru teknir með friðaðir hlutar tilraunanna, og reiknað
með línulegu falli uppskerunnar í öllum tilraununum.
Ekki er um að ræða greinilegan mun eftir sláttutíma, þó
frekar virðist áhrifin minnka eftir því sem á sumarið líður
Að meðaltali er munurinn 2,78-0,49 hkg þe/ha. Til.raunir
2,3 og 4 á Hvanneyri 1982 skera sig nokkuð úr fyrir mikil
ahrif, en án þeirra er meðalmunur 1,49-0,34.