Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 192
-182-
Tafla 2. Minnkun uppskeru vegna seinkunnar áburðartíma um
viku. Aðeins friðaðar tilraunir. Hkg þe/ha.
Sláttutími
Tilraunastaður Ár 1 2 3
Ausa 83 0,8 -2,0
Grímarsstaðir 83 2,1 0,1
Hestur 1 83 1,3 2,2
Hestur 2 83 1,3 2,4
Ausa 84 2,9 -1,3
Grímarsstaðir 84 2,1 4,0
Hestur 1 84 1,7 0,7
Hestur 2 84 1,9 2,0
Hvanneyri 1 82 0,2 -0,9 5,9
Hvanneyri 2 82 6,9 5,6 7,8
Hvanneyri 3 82 10,1 6,2 2,4
Hvanneyri 4 82 6,0 5,3 5,7
Hvanneyri 1 83 2,3 1,2 2,1
Hvanneyri 2 83 2,0 0,4 1,6
Minnkun uppskeru vegna vorbeitar
í töflu 3 er sýnd rýrnun uppskeru vegna vorbeitar, og er
tekinn sérstaklega hver áburðartími og sláttutími. Samtals er
hér um 67 samanburði að ræða, og er meðalmunur 7,07-0,47 hkg
þe/ha.
Ekki er að sjá neinn mun beitaráhrifa eftir sláttutxmun
innan áburðartíma, en greinilega eru áhrifin minni þegar seinna
er borið á. Ef teknar eru þær 25 mælingar sem sambærilegar eru
eftir 1. og 2. áburðartíma kemur í ljós, að við 1. áburðartíma
er meðalrýrnum uppskeru 8,26-0,74 hkg þe/ha, en 6,24-0,79 hkq
við 2. áburðartíma. Þetta er auðskýranlegt með tvennu: I
fyrsta lagi er eðlilegt að ætla, að beitaráhrifin séu þess
meiri sem spretta er komin meira af stað þegar beitt er, eins
og er ef fyrr er borið á. í öðru lagi var greinilegt við
skoðun tilraunareita þegar borið var á í seinna sinn að þegar
ábornir reitir voru mun meira beittir en þeir sem ekki var búið
að bera á.
Vikuleg spretta
Til að meta hvort áhrif beitar og áburðartíma breytast
eftir því hvenær uppskeran er mæld, má bera saman sprettu milli
sláttutíma. Slíkur samanburður er í töflu 4. Þar er gert ráð
fyrir línulegri sprettu þann tíma sem sláttutíminn spannaði. í
töflunni eru gögnin flokkuð eftir áburðartíma og beit.
Talsverður munur er milli tilrauna, og séstaka eftirtekt
vekur hve lítil sprettan mælist í dreifðum tilraunum 1984.
Skýringin liggur líklega í því, að við seinni sláttutíma slóust
reitir mjög illa vegna legu.
Ekki kemur fram neinn sá munur í sprettuhraða eftir mis-
munandi meðferð, sem gefur ástæðu til að ætla að saman dragi í
uppskeru þó líði á vaxtartímann, jafnvel hið gagnstæða, sam-
bærileg gildi friðaðra og beittra reita eru 20, og er meðal-
spretta þeirra beittu 5,64-0,32 hkg/viku, en friðaðra 6,03-0,32
hkg .