Ráðunautafundur - 11.02.1985, Side 196
-186-
Tafla 6. Fall meltanleika á viku í beitartilraunum á Hvann-
eyri eftir áburðartíma og beit
Tilraunastaður Ár Ábt. 1 Friðað 2 3 1 Beitt 2 3
Ausa 82 3,8 3,8
Grímarsstaðir 82 5,2 4,5
Ausa 83 3,8 4,6 3,4 3,6
Grímarsstaðir 83 3,5 3,2 2,7 3,0
Hestur 1 83 5,1 4,9 4,4 4,7
Hestur 2 83 3,6 4,7 3,3 4,0
Hvanneyri 1 82 4,5 3,1 3,4 4,1
Hvanneyri 2 82 2,7 1,6
Hvanneyri 3 82 3,0 2,8 3,2 1,8
Hvanneyri 4 82 3,0 4,8 4,0 3,6
Hvanneyri 1 83 2,9 2,8 2,7 2,4 2,7 3,3
Hvanneyri 2 83 3,1 2,7 3,3 3,3 3,1 2,6
Umr*ður
Áhrif vorbeitar á heyuppskeru túna samsumars hafa oft
verið könnuð í tilraunum hér á landi. Magnús Óskarsson hefur
tekið eldri tilraunir saman (Magnús Óskarsson 1981). Einfalt
meðaltal þeirra 6 tilrauna, sem samtals stóðu í 27 ár, og taka
til vorbeitar sérstaklega gefur uppskerurýrnun vegna beitar-
innar uppá 17,3 hkg, eða 30%. í öllum þessum tilraunum var
aðeins einn uppskerutími, en í sumun var prófuð samverkan
áburðartíma og beitaráhrifa, og reyndist hún engin.
í þeirri tilraunaröð sem hér hefur verið gerð að umtals-
efni, er uppskerurýrnunin mun minni en í eldri tilraunum, eða
liðug 7 hkg þurrefnis á hektara, og bending er um að áhrifin
séu háð áburðartíma, þó hugsanlegt sé, að skýringa þess sé að
leita í tilraunatæknilegum atriðum, eins og fyrr er bent á.
Til að meta þessi áhrif þarf að taka tillit til margs.
Til dæmis hvort ná megi jafn mikilli uppskeru og jafn orkuríkri
af beittum reitum ef sláttur er dreginn.
Sé reynt að fella saman framangreindar niðurstöður, og
gera ráð fyrir að meðalmunur sé 7 hkg, munur meltanleika 2%,
sprettuhraði 6 hkg/viku og fall meltanleika 3,5%, er greinilegt
að svo verður ekki. Sama uppskera fæst 1,17 vikum síðar, og þá
hefur meltanleiki fallið um 4,1%.
Einnig getur komið til greina að fóðrunarvirði heys af
beittum túnum sé hærra en af friðuðum að öðru jöfnu, og hefur
þar einkum verið til nefnt að puntur verði minni þegar beitt er
að vorinu. Að mati höfundar er þetta ekki líklegt, því sá
puntur sem einkum er til ama vegna grófleika er af snarrót, en
hún hefur einmitt hin ákjósanlegustu skilyrði til vaxtar á
beittum túnum vegna raunverulegrar friðunar, og er þá miðað við
að tún séu ekki svo nauðbeitt að skepnur standi í svelti.
Að lokum er svo að geta þess álitamáls, hve mikla beit féð
fær af túnunum á vorin, og hvert sé verðmæti þeirrar uppskeru.
Um það vantar rannsóknir.