Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 198
- 188 -
RAÐUNAUTAFUNDUR 1985
UPPLÝSINGASÖFNUN UM TONRÆKT
(útdráttur)
Valur Þorvaldsson
Búnaöarsambandi Suðurlands
Fjallað er um túnrækt sem meginundirstöðu heyfóðurfram-
leiðslu, og lagt til að hún veröi gerð aó sérstöku áhersluatriði
i leiðbeiningaþjónustunni, umfram það sem verið hefur, þar sem
framleiðsla á gæóa-heyfóðri er sú grein hefðbundins landbúnaðar,
sem verst hefur gengið að fullnægja raunverulegri eftirspurn.
Þrátt fyrir mikið starf að rannsóknum og leióbeiningum um
túnrækt, undanfarna áratugi, er bent á að verulegt svigrúm
virðist til framfara i greininni, bæói i þá átt að auka árferðis-
öryggi og fóðurgæói, en einnig til þess að lækka framleiðslu-
kostnað.
Mikil þekking liggur fyrir um einstök atriði túnræktar,
þótt mörgum áleitnum spurningum sé ósvarað. Einkum virðist
skorta á þekkingu um samverkan hinna ýmsu áhrifaþátta innbyrðis,
svo og áhrif mismunandi búskaparhátta á árangur. Vegna þess
hve margar tilraunir eru gerðar við vernduð skilyrði, sem eru
ólik aöstæðum i venjulegum búrekstri, má ætla að gildi niður-
staða a.m.k. sumra þeirra sé minna af þessum sökum.
Skipuleg söfnun upplýsinga um samhengi hinna fjölmörgu
áhrifaþátta túnræktar vió raunverulegan árangur fóðurframleiðslu
á búum bænda, og markviss úrvinnsla úr slíku upplýsingasafni,
virðist vænlegur kostur til úrbóta, og raunar nauðsynleg for-
senda þess að hagnýta nútima starfsaðferðir i greininni. Slik
úrvinnsla mundi leggja traustari grunn en nú er fyrir hendi,
fyrir starf leiðbeiningaþjónustunnar við^ð greina takmarkandi
vaxtarþætti og leióbeina um úrbætur.
J