Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 209
199
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1985
HEILBRIGT ÚTSjíBI
Sigurgeir Ólafsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Það á við um nokkra helstu kartöflusjúkdómana hér á landi, að það
smit, sem berst með útsæðinu, ásamt ákveðnum umhverfisskilyrðum, ákvarðar,
hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður. Hér er einkum átt við stöngulsýki
og þá votrotnun, sem af henni leiðir, blöðrukláða og Phoma-rotnun.
Veirusjúkdómar ýmsir eru einnig útsæðisbornir sjúkdómar, en af þeim hefur
hrukkutíglaveiki (X- og Y-veira i sömu plöntu) verið mest áberandi hér á
landi. Hjá okkur berst Y-veiran nær eingöngu út með útsæðinu. Athuganir,
sem gerðar voru á árunum 1977-78 gáfu vísbendingu um, að hér væri mjög há
tíðnj. af svonefndum duldum veirusjúkdómum (X- og/eða S-veirur) . Þessar
veirur framkalla engin, eóa mjög væg, sjáanleg einkenni, en sjúkdómurinn
getur samt dregið eitthvað úr uppskeru.
Stofnræktun útsæðis.
Austan megin við Eyjafjörð fer fram stofnræktun á kartöfluútsæði.
Fjögur afbrigði eru með í þessari ræktun: Bintje, Gullauga, Helga og Rauðar
íslenskar. Nokkrir ræktendur viðhalda svonefndum A-stofni af þessum
afbrigðum. A-stofninn er notaður sem útsæði til framleiðslu á B-stofni, en
hann er siðan seldur sem stofnútsæði. Vorið 1984 voru sett niður á bilinu
9-13 tonn af A-útsæði fyrir hvert afbrigði hjá í allt 17 ræktendum. Hvað
afbrigóið Bintje áhrærir, er A-stofninn endurnýjaóur reglulega með
innflutningi á vönduðu útsæði. Einu sinni hefur Gullauga verið flutt inn í
stofnræktina frá Noregi, frá því aó stofnræktun á því afbrigði hófst á
Akureyri 1953. A-stofninn af Helgu hefur verið notaður óbreyttur síðan þaó
afbrigði kom i stofnræktun um 1966. Ekki er vitað til þess, að nokkur
endurnýjun hafi átt sér stað i Rauðum islenskum siðan um 1950. Það er því
ekki nema eðlilegt, að ýmis sjúkdómsvandamál hafi komið upp og magnast.
Árið 1978 var ljóst, að veiruvandamálið var eins og fram kemur i 1.
töflu.