Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 211
201
vegar ber íslenskum og sænskum prófunum ekki saman hvaö varðar
M-stofna af Rauðum íslenskum, en tveir þeirra voru athugaðir í
Sviþjóð og fannst X-veira í öðrum þeirra, en S-veira í hinum.
Stofnarnir verða nú allir prófaðir i Danmörku og er beðið eftir
nióurstöðum þaðan.
Samanburðartilraun■
1 samanburðartilraun, sem stóð yfir i tvö ár, 1982 og 1983, voru
M-stofnarnir bornir saman innbyrðis með tilliti til uppskeru og til
viðmiðunar hafðir græólingastofnar og þeir stofnar, sem áður mynduðu
A-stofnana. Tilraunin var framkvæmd á Korpu, Möðruvöllum og Sámsstöðum.
Niðurstöður eru hér sýndar frá Korpu og Sámsstöðum. 1 2. töflu eru
nióurstöður fyrir Helgu-stofnana og i 3. töflu fyrir Rauðar islenskar.
2. tafla. Niðurstöður samanburðartilraunar með mismunandi stofna af
kartöfluafbrigðinu Helgu. Niðurstöðurnar eru meðaltöl
fyrir Korpu og Sámsstaði og árin 1982 og 1983.
Stofnar Fjöldi stofna Uppskera Uppskera >30 mm (Hg=100)
Alls (hkg/ha) >40 mm (%) >30 mm (hkg/ha)
Gamall A- stofn (Hg) 1 134 40,2 115 100
Græðlinga- stofnar 3 147 43,0 128 111
M-stofnar (veirufríir) 5 153 45,0 133 116
Bestu M-stofnar 3 159 46,1 138 120
Græólingastofnar - viðmiðun: Skekkja + 6,2%
M-stofnar - græðlingastofnar: Skekkja + 3,4%
3. tafla. Nióurstöður samanburðartilraunar með mismunandi stofna af
kartöfluafbrigðinu Rauðum islenskum. Niðurstöðurnar eru
meðaltöl fyrir Korpu og Sámsstaði árið 1982 og Sámsstaði
1983.
Stofnar Fjöldi stofna Uppskera Uppskera >30 mm (Viðmiðun=100)
Alls (hkg/ha) >40 mm (%) >30 mm (hkg/ha)
Gamall A- stofn + græð- lingastofnar 4 157 23,4 119 100
M-stofnar 9 174 25,3 135 113
M-stofnar nema sá lélegasti 8 177 26,1 139 117
Átta bestu M-stofnar - viðmiðun: Skekkja +4,5%
í 2. töflu kemur fram, að með auknu heilbrigði og úrvali má ná allt að