Ráðunautafundur - 11.02.1985, Síða 212
202
20% uppskeruauka í Helgu. Sjálf X-veiran virðist geta dregidi úr uppskeru
sem svarar 5-10%. Þann mun (11%), sem kemur fram milli gamla A-stofnsins
og græðlingastofnanna má skýra á ýmsan hátt. Hugsanlegt er, að valist hafi
sem raóðurplöntur fyrir græðlingastofnana, einstaklingar, sem voru
afkastameiri, en meðaltal innan stofnsins. Forsenda þess er, að innan
Helgu sé þó nokkur breytileiki. önnur skýring er sú, að með
græðlingastofnunum hafi heilbrigði verið aukið og dregið úr smitþunga
ýmissa sjúkdóma. Hrukkutíglaveiki kom fyrir í gamla A-stofninum en ekki í
græðlingastofnunum. Það er talið, að örverusmit geti dregið úr uppskeru,
jafnvel þótt það leiði ekki til sýkingar.
1 3. töflu eru tilsvarandi niðurstöður fyrir Rauðar islenskar. Ekki
kom fram munur á gamla A-stofninum og græðlingastofnunum og var þeim þvi
slegið saman sem viðmiðun. Það fæst um 13% uppskeruauki af M-stofnunum, ef
allir eru taldir með, en einn þeirra sker sig nokkuð úr vegna lélegrar
uppskeru. Ef honum er sleppt fæst um 17% uppskeruauki sem meðaltal fyrir 8
M-stofna. Nokkur munur er á þessum 8 stofnum, en sá. besti þeirra liggur
28% ofan við viðmiðun i uppskeru (>30 mm).
Það hefur lengi verið vitað, að töluveróur breytileiki er í Rauðum
islenskum. Um það vitnar árangur Ólafs Jónssonar á Akureyri, sem hann náði
með úrvali sinu upp úr 1936, en hann fékk fram stofn, Ólafsrauð, sem gaf
15-18% meiri uppskeru en afbrigðið óvalið. M-stofnarnir eru hins vegar ekki
fengnir fram með úrvali.
Þessar niðurstöður sýna, hversu mikilvægt það er fyrir kartöflurasktina
i landinu, að það útsæði, sem á markaði er, sé af sem bestri arfgerð og
eins heilbrigt og kostur er á.