Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 214
204
Áhrif meðhöndlunarinnar voru því metin með því að vigta
kartöflusýni með vissu millibili um 2ja vikna skeið eftir
meðhöndlunina. í framangreindum tilraunum voru því tekin sýni
af kartöflunum (3x2,5 kg) fyrir og eftir meðhöndlun og þau sett
í geymslu, annars vegar við 4-5°C, hinsvegar 18-20°C, en hið
síðarnefnda er £ samræmi við það hitastig, sem kartöflur
geymast við í flestum verslunum. Kartöfiusýnin voru geymd í
2 vikur og vigtuð reglulega, en út frá því má reikna þunga-
rýrnun. Útlit kartaflnanna að geymslutíma loknum var metið af
fjögurra manna dómnefnd, sem gaf hverjum meðhöndlunarlið
einkunn (einkunnarstigi 0-10).
II. Flokkun og burstun.
Flestir kartöfluframleiðendur hérlendis nota rafdrifnar
flokkunarvélar með skiptanlegum sáldum úr vírneti meö fernings-
laga möskvum. Stærðarmörk kartaflnanna ráðast af stærð
möskvanna. Burstasamstæðu (með burstakeflum) er hægt að tengja
aftan við sáldeininguna, en að lokum tekur við kartöflunum
færiband, sem flytur þær til pokunartúðu.
Flokkunarvél. A: aðfærsluband, B: flokkunarsáld,
C: burstasamstæða, D: pokunarsamstæða.
Athuganir voru gerðar varðandi áhrif hreyfitíðni sálda á
geymsluþol kartafInanna, en eftir því sem hún er meiri, kastast
kartöflurnar meira til á sáldinu. Niðurstöðurnar sýndu, að
þungarýrnun eftir flokkun varð nokkru meiri við háa hreyfitíðni,
eða 250 tvíslög/mín heldur en við 210 tvíslög/mín, sem reyndist
lágmarkshraði til þess að vélin ynni eðlilega. Þá kom í Ijós,
að draga má nokkuð úr sköddunaráhrifum með því að nota sáld
með plasthúðuðu vírneti.