Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 219
209
RAÐUNAUTAFUNDUR 1985
NOTKUN THIABENDAZOLS■
Sigurgeir ðlafsson,
Rannsóknastofnun landbúnaöarins
Þeir kartöflusjúkdómar, sem valda mestu tjóni x geymslum
hór á landi eru: votrotnun, Phoma-rotnun og blöðrukláði.
Bakteríur valda votrotnun, en sveppir hinum sjúkdómunum
tveimur. Tilraunir Rala á árunum 1977-1981 ásamt erlendum
rannsóknum sýndu, að sveppavarinn thiabendazol verkar vel
gegn Phoma-rotnun og blöðrukláða.
Her er á skrá verslunarvaran "Tecto L", sem inniheldur
45% thiabendazol lausn. Efninu er úðað á kartöflurnar um
leið og tekiö er upp eða fljótlega eftir upptöku. Fáanlegt
er úðunartæki af Mafex-gerð, frá fyrirtækinu Mantis, sem
hentar vel til úðunar á upptökuválinni. Úðað er með óþynntri
Tecto lausn, 60-70 ml á hvert tonn kartaflna. Með slíkri
notkun á ekki að vera hætta á, að magn thiabendazols 1 kart-
öflunum fari yfir það hámark, sem heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið hefur sett (5 mg/kg) og væting verður aðeins
óveruleg. Þeir, sem taka upp með handafli, geta framkvæmt
úðun á færibandi eftir upptöku. Best er að úða sem fyrst
eftir upptöku; ef of langur tími líður, má búast við lálegri
verkun. Það þurfa að líða þrjár vikur frá úðun og þar til
selja má kartöflurnar til matar.
Mikilvægt er, að úðinn dreifist jafnt um kartöfluna,
því efnið verkar aðeins, þar sem það lendir. Úðunartækið er
því staðsett yfir stað, þar sem kartöflurnar rúlla til eða
falla.
Reynsla manna af úðun með thiabendazol hefur yfirleitt
verið mjög góð og er aðferðin orðin útbreidd eins og fram