Ráðunautafundur - 11.02.1985, Síða 254
-244-
einkenni, þar sem gefnar eru einkunnir frá 1-5 fyrir hvort at-
rióið um sig. Þá eigi kaupandi auóvelt með aó panta skrokka af
þeirri geró (og þyngd), sem hann vill. Siðan hefur Efnahags-
bandalag Evrópu tekió upp til reynslu einkunnastiga, EUROP, sem
byggöur er á sömu forsendum.
Þar sem nautkjötsframleiösla er enn ómótuð hér á landi, þá
er eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt að hafa enn um sinn mat á
nautakjöti i svipuóu formi og verió hefur, þótt kröfur um gæði
i betri flokkana verði auknar. Þetta sjónarmið hefur nefndin
haft i huga. Litskyggnur EAAP i hina 5 flokka skrokkslags og
fitu (ásamt 3 undirflokkum i hverjum til leiðbeiningar við mat)
ættu að koma aó góðum notum við matið, þótt stiginn yrði fyrst
i stað notaður á þrengra bili en þar er gert ráó fyrir. Ekki
er óliklegt að endurskoða þurfi reglur um mat á nautakjöti á
svo sem 5 ára fresti fyrst i staó, meóan framleiðslan er að
mótast, holdaeinkenni aó aukast og fóðrun að batna.
Þar sem yfirborósfita á sláturgripum er langtum minni hér
á landi en i löndum, þar sem framleiósla nautakjöts er þróuð,
þótti ekki ráðlegt að þessu sinni að skilja að mat á skrokklagi
og vöðvagerð annars vegar og fitu hins vegar, heldur setja
ákveðin fitumörk á skrokka innan hvers undirflokks, sem skrokkar
eru metnir i eftir holdsemi og þyngd.
Eins og áður hefur nautgripakjöti verió skipt i 5 aðalflokka
með sömu heitum, en alls 18 undirflokka.i stað 17 (þegar þetta er
ritaó).
Þessir flokkar eru:
aðalflokkar
undirflokkar
1. ungkálfakjöt
2. alikálfakjöt
3. ungneytakjöt
4. nautakjöt
5. kýrkjöt
UK I, UK II, UK-vinnslukjöt
AK I, AK II, AK-vinnslukjöt
UN I*, UN I, UN II, UN II 0, UN-vinnslukjöt
N I, N I K, N-vinnslukj öt
K I,K II,K II0, K-vinnslukjöt
Aðeins i tveimur aóalflokkunum, UN og K,hefur verið bætt
við sérstökum undirflokki vegna mikillar yfirborðsfitu til að
auðvelda val á þvi kjöti. 1 öllum aóalflokkum kemur nú vinnslu-
kjöt sem sérstakur undirflokkur, en i hann falla skrokkar vegna