Ráðunautafundur - 11.02.1985, Page 255
-245-
rýrðar og galla. 1 öðrum undirflokkum er það aðallega skrokklag
og vöðvagerð annars vegar og þyngd hins vegar, sem farið er
eftir, en aldursmörk tilgreind i aðalflokkum. Þó er tekið til-
lit til aldurs vió skipan á nautum og kúm i undirflokka.
I framsögu verður leitazt við aó bera saman matsflokka
gildandi reglugerðar og tillögur þær, sem þá liggja fyrir um
nýjar matsreglur á nautgripakjöti.
Hér hefur aóeins verið rætt um kjötmatió sjálft, en reglu-
gerðin nær einnig til slátrunar og meðferóar sláturafurða. Hafa
fjölmargir þættir, sem þar að lúta, verið til umræðu i nefndinni.
Sumir þeirra eiga við allt sláturfé, en aðrir við einstakar teg-
undir, t.d. nautgripi. Rannsóknir á kjöti, sem Framleiðsluráð
landbúnaðarins hefur kostaó, ættu að geta orðið til leiðbein-
inga um ýmsa tilhögun i sláturhúsum.
Þegar fulltrúar þeirra, er nautakjöt kaupa, voru spurðir
að þvi, hvort þeir vildu kaupa nautakjöt fryst eóa ófryst, kom
i ljós, að allir vildu kaupa ófryst nautakjöt. Fara þar saman
hagsmunir framleiðenda og neytenda, og er ánægjulegt, að svo
skuli vera. Nú þarf að vinna að þvi, sem ég hef margoft áður
bent á, að skipuleggja nautakjötsframleiðsluna með tilliti til
markaðsþarfa hvern mánuð ársins.