Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 257
-247-
GRlS I*: Skrokkar, sem vega meira en 55 kg, hafa
vel vöóvafyllt læri, F1 sé minna en 20
mm og F2 minna en 35 mm. Spiklag skal vera
jafnt, þétt, fíngert og hvítt. Ötlit
skrokksins og verkun óaðfinnanleg.
GRÍS I : Skrokkar sem vega yfir 40 kg, F1 sé minna
en 20 mm og F2 minna en 30 mm á 40-50 kg
skrokkum, en á skrokkum þyngri en 50 kg sé
F1 minna en 25 mm og F2 minna en 40 mm.
Spiklag skal vera jafnt, þétt, fingert og
hvítt. Útlit skrokksins og verkun óaó-
finnanleg.
GRÍS IX: Skrokkar með F1 ekki yfir 28 mm.
GRÍS III: óhóflega feitir skrokkar, F1 yfir 28 mm,
eóa rýrir skrokkar og útlitsgallaöir.
Auk ofangreindrar flokkunar er heimilt aö meta og merkja sem "SMSgrIS'1,
mjög unga grísi, sem vega undir 40 kg, en eru gallalausir aö útliti og
verkun og slátrað er skv. sérstökum óskum ákveóinna kaupenda.
2. Gyltur.
Gyltur, sem ganga meö fóstri eða hafa gotið eða leggja sig með yfir 80 kg
fallþunga. Gyltur aógreinast i 2 flokka:
GYLTA I: Skrokkar af ungum, vöðvafylltum og vel
útlitandi gyltum með fituþykkt á miðjum
hrygg undir mm.
GYLTA II: Skrokkar af öðrum gyltum.
3. Geltir.
Geltir á öllum aldri, sem ekki hafa verið vanaðir innan 3 mánaóa aldurs,
svo og vanaðir geltir, sem leggja sig yfir 80 kg.
GÖLTUR I: Skrokkar af ungum vel útlitandi göltum,
sem ekki vega yfir 100 kg.
GÖLTUR II: Skrokkar af öðrum göltum.
4. Svinakjöt meó heilbrigðisstimpil S.
Svinakjöt, sem dæmt er sjúkt af kjötskoðunarlækni skal merkt
GRlS-VINNSLUKJöT eða SVÍN-VINNSLUKJÖT, i samræmi við ofangreinda
aldursflokkun.
I gildandi reglugerð er aldurshámark 7 1/2 mánuóur og hámarksþyngd 70
kg á grisum. Hins vegar hefur matsmaðurinn engan möguleika á að greina
alaur grisanna, né heldur er víst, aó framleiðandinn hafi þær upplýsingar,
og staóreyndin er sú, aö mikill hluti grísa mun vera yfir þessum
hámarksaldri viö slátrun. Ákvæðiö er þvi í raun óvirkt og er numið brott i
nýju drögunum.