Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 15

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 15
15 Ávarp forsætisráherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Forseti kirkjuþings, biskup Íslands, kirkjuþingsfulltrúar, góðir gestir. Það er mikill heiður að fá að ávarpa þetta þing hér í dag, hjá þessari merku stofnun; stofnun sem er í raun einstök, af ýmsum ástæðum. Einstök vegna þeirra áhrifa sem hún hefur haft á íslenskt samfélag í þúsund ár og rúmlega það, en hún er líka einstök að því leyti að það gilda ekki um hana sömu reglur og margar aðrar stofnanir. Eitt af því sem er óvenjulegt við kirkjuna er að þegar gaf á hjá okkur, efnahagslega, og landið stóð frammi fyrir miklum þrengingum þá bauðst kirkjan til þess af fúsum og frjálsum vilja að gefa eftir af því sem voru ekki aðeins fjárveitingar til hennar, eins og komið hefur fram og þið þekkið, heldur beinlínis sóknargjöld sem að henni voru ætluð. Það er einstakt að stofnun gefi eftir af því fjármagni sem henni er ætlað. En, það vantar kannski svolítið upp á að kirkjan hafi fengið nægjanlegar þakkir fyrir, og raunar kannski þvert á móti það hefur verið gengið á lagið. Það verður að segjast alveg eins og er að stjórnvöld hafa gengið á lagið og samfélagið í umræðu um kirkjuna og framlög til hennar, eða sóknargjöldin, hafa gengið á lagið, vegna þess m.a. að menn hafa ekki gert sér grein fyrir hvernig í þessu liggur, einnig vegna þess að því miður er tilhneiging til þess að ganga á lagið þegar að menn gefa eftir. Það á ekki að verða til þess að menn hætti að koma fram eins og kirkjan og gefa af sér og gefa eftir, þegar að það á við, en það hins vegar minnir á að menn munu þurfa að standa á sínu. Það hefur kirkjan þurft að gera núna, við höfum skilning á því, stjórnvöld, fullan skilning, a.m.k. svo ég tali nú fyrir sjálfan mig, og við munum í framhaldinu vinna að því með kirkjunni að leysa úr fjármálum hennar, en því er ekki að leyna að lagaleg staða kirkjunnar er sterk - þetta er í raun borðliggjandi að kirkjan á rétt á ákveðnu fjármagni sem hún hefur sjálfviljug gefið eftir, en ríkið getur ekki leyft sér að ganga endalaust á lagið hvað það varðar. Það er reyndar almennt áhyggjuefni hvernig menn leyfa sér að tala um kirkjuna og kristna trú. Hvernig menn leyfa sér að draga upp ranga villandi mynd af kirkju og trú og stundum finnst mér vanta svolítið upp á það að kirkjan sjálf, eða kirkjunnar þjónar, prestar, hafi nægt sjálfstraust til þess að svara fyrir kirkjuna. Sumir virðast nánast upplifa það sem hlutverk sitt að afsaka kirkjuna - eða að passa að vera ekki fyrir. Þetta er ekki vænlegt til árangurs. Ég er ekki að segja að þetta sé almennt stefna kirkjunnar, alls ekki, að þetta eigi almennt við um presta, en því miður eru of mörg dæmi þess að menn þori ekki að standa á sínu, séu feimnir við það, hafi látið villandi umræðu villa sér sýn. Kirkjan þarf að hafa trú á sjálfri sér, og við þegnarnir í þessu landi sem að hefur þjóðkirkju, þjóðkirkju hefur mótað þetta land í þúsund ár, við þurfum á því að halda að kirkjan hafi trú á sér. Hún á að trúa því að hún sé að gera rétt, þetta sé hið rétta, vegna þess að skilaboðin til fólks verða að vera þau að það eigi að koma til kirkjunnar vegna þess að hún sé að gera rétt, ekki eins og menn séu að velja sér íþróttafélag til að halda með eða að ganga í verkalýðsfélag eða stjórnmálaflokk. Nei, það getur ekki verið nálgun kirkjunnar, nálgun kirkjunnar verður að vera sú að hún sé að boða hið rétta. Það að hafa trú á sjálfum sér og trúa því að kirkjan sé að boða hið rétta fagnaðarerindi felur ekki í sér að litið sé niður á önnur trúarbrögð eða aðra trúarhópa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.