Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 18
18 19
grundvöll okkar menningar, að menn þora ekki einu sinna að hjálpa trúbræðrum sínum
af ótta við að það teljist þá fordómar.
Að sjálfsögðu eigum við að hjálpa öllum í neyð, kristnum og öðrum. Og, við eigum líka
að þora að standa á því, stjórnmálamenn, að það sé eðlilegt og bara sjálfsagt og mikilvægt
að börn fái fræðslu í kristnum fræðum. Það er óásættanlegt að mínu mati, með hvaða hætti
kristni hefur verið úthýst úr skólum í ákveðnum sveitarfélögum hér á Íslandi, við þurfum
að vekja upp umræðu um þetta, því með því að ræða þetta þá munum við sjá, a.m.k.
munu fleiri sjá hversu fráleitt það er að trúin sem hefur í raun mótað þetta samfélag sem
við búum í, að henni skuli vera úthýst úr kennslu, hvernig eiga menn að skilja samfélagið,
hvernig eiga börn að skilja samfélagið sem þau alast upp í - hvaða trúar sem þau eru - ef að
þau fá ekki að kynnast kristni og sögu hennar í landinu. Svoleiðis að ég vil nota tækifærið
nú til þess að lýsa því yfir f.h. stjórnvalda að við viljum vinna með kirkjunni, við gerum
okkur grein fyrir því að gengið hefur verið á lagið gagnvart kirkjunni og fórnfýsi hennar
hefur ekki verið þökkuð sem skyldi. Og jafnframt vil ég hvetja kirkjuna og kirkjunnar
þjóna til að vera óhræddir að tala máli trúarinnar, vera óhræddir við að viðurkenna þann
einstaka árangur sem að þjóðkirkjan hefur náð í því að byggja hér upp farsælt samfélag,
eitt besta samfélag sem mannkynssagan hefir. Þetta er svo sannarlega ástæða fyrir kirkjuna
til að vera stolt af, og því stoltari sem kirkjan er af sjálfri sér, því meiri trú sem kirkjan hefur
á sjálfri sér, þeim mun meiri trú munu aðrir fá á kirkjuna.