Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 29

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 29
29 7. mál. Þingsályktun um tillögu að starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Kirkjuþing 2014 samþykkir að vísa breytingartillögu löggjafarnefndar á þingskjali 67 til kirkju ráðs sem sendi hana til kynningar og umsagna héraðsfunda, héraðsnefnda, Presta félags Íslands og aðildarfélaga þess og annarra þeirra kirkjulegra aðila sem málið varðar. Kirkjuráð leggi umsagnir fyrir löggjafarnefnd. Löggjafarnefnd búi málið í hendur kirkjuþings 2015 og flytji það. Kirkjuráð vann í samvinnu við formann löggjafarnefndar kynningarmyndband um málið sem sent var prestum og sóknarnefndarformönnum og gerði einnig viðhorfskönnun hjá sömu aðilum. Málið mun verða lagt fram og rætt á þessu þingi. 13. mál. Þingsályktun um endurskoðun Samskiptastefnu þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing 2014 framlengir gildandi samskiptastefnu þjóðkirkjunnar til loka ársins 2015 og ályktar að fela kirkjuráði að skipa starfshóp um endurskoðun á samskiptastefnu þjóðkirkjunnar. Slík stefna innhaldi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára. Ný stefna verði lögð fyrir kirkjuþing 2015. Kirkjuráð samþykkti að vísa málinu til starfshóps um fjölgun í þjóðkirkjunni. Nefndin hefur óskað eftir því að vinna málið áfram og leggja það fyrir kirkjuþing 2016. 15. mál. Þingsályktun um aðgerðir til að fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni Kirkjuþing 2014 samþykkir að fela kirkjuráði að skipa þriggja manna starfshóp er leggi fram tillögur sem miði að því að fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Starfshópurinn skili tillögum sínum til kirkjuráðs sem leggi tillögurnar fyrir kirkjuþing 2015. Kirkjuráð skipaði Jónínu Sif Eyþórsdóttur, æskulýðsfulltrúa, Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóra og Margréti Gísladóttur, ráðgjafa í starfshópinn. Kirkjuráð samþykkti einnig, að tillögu biskups, að fela sóknarprestum og sóknarnefndum þjóðkirkjunnar að vinna að fjölgun meðlima þjóðkirkjunnar hverri í sinni sókn. Tillögur starfshópsins eru til umfjöllunar á þessu þingi. Nefndarálitið er fylgiskjal með þessari skýrslu. 16. mál. Þingsályktun um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti Kirkjuþing hefur kynnt sér meginhugmyndir viljayfirlýsingar um verkefnið SAMFERÐ- Samráðsvettvangur um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti. Kirkjuþing styður áform um uppbyggingu Skálholtsstaðar sem eflt getur kirkjulegt starf á staðnum. Kirkjuþing felur kirkjuráði að fylgja málinu eftir og gæta hagsmuna Skálholtsstaðar í hvívetna. Kirkjuráð hafi sérstaka hliðsjón af lögum frá 1963 um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað. Þegar áætlanir liggja fyrir verði þær teknar til umfjöllunar á kirkjuþingi áður en til bindandi ákvarðana komi. Tölvupóstur barst frá Guðjóni Arngrímssyni þann 4. febrúar 2015 þar sem fram kom að hann og aðilar honum tengdir hafa ákveðið að vinna að þróun upphaflega verkefnisins með öðrum og breyttum hætti og með öðrum aðilum en áður var áformað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.