Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 29
29
7. mál. Þingsályktun um tillögu að starfsreglum um val og veitingu prestsembætta.
Kirkjuþing 2014 samþykkir að vísa breytingartillögu löggjafarnefndar á þingskjali 67
til kirkju ráðs sem sendi hana til kynningar og umsagna héraðsfunda, héraðsnefnda,
Presta félags Íslands og aðildarfélaga þess og annarra þeirra kirkjulegra aðila sem málið
varðar. Kirkjuráð leggi umsagnir fyrir löggjafarnefnd. Löggjafarnefnd búi málið í hendur
kirkjuþings 2015 og flytji það.
Kirkjuráð vann í samvinnu við formann löggjafarnefndar kynningarmyndband um
málið sem sent var prestum og sóknarnefndarformönnum og gerði einnig viðhorfskönnun
hjá sömu aðilum. Málið mun verða lagt fram og rætt á þessu þingi.
13. mál. Þingsályktun um endurskoðun Samskiptastefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2014 framlengir gildandi samskiptastefnu þjóðkirkjunnar til loka ársins
2015 og ályktar að fela kirkjuráði að skipa starfshóp um endurskoðun á samskiptastefnu
þjóðkirkjunnar. Slík stefna innhaldi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára. Ný stefna verði
lögð fyrir kirkjuþing 2015.
Kirkjuráð samþykkti að vísa málinu til starfshóps um fjölgun í þjóðkirkjunni. Nefndin
hefur óskað eftir því að vinna málið áfram og leggja það fyrir kirkjuþing 2016.
15. mál. Þingsályktun um aðgerðir til að fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni
Kirkjuþing 2014 samþykkir að fela kirkjuráði að skipa þriggja manna starfshóp er leggi
fram tillögur sem miði að því að fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Starfshópurinn skili
tillögum sínum til kirkjuráðs sem leggi tillögurnar fyrir kirkjuþing 2015.
Kirkjuráð skipaði Jónínu Sif Eyþórsdóttur, æskulýðsfulltrúa, Einar Karl Haraldsson,
framkvæmdastjóra og Margréti Gísladóttur, ráðgjafa í starfshópinn.
Kirkjuráð samþykkti einnig, að tillögu biskups, að fela sóknarprestum og sóknarnefndum
þjóðkirkjunnar að vinna að fjölgun meðlima þjóðkirkjunnar hverri í sinni sókn.
Tillögur starfshópsins eru til umfjöllunar á þessu þingi. Nefndarálitið er fylgiskjal með
þessari skýrslu.
16. mál. Þingsályktun um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti
Kirkjuþing hefur kynnt sér meginhugmyndir viljayfirlýsingar um verkefnið SAMFERÐ-
Samráðsvettvangur um uppbyggingu ferðaþjónustu í Skálholti. Kirkjuþing styður áform
um uppbyggingu Skálholtsstaðar sem eflt getur kirkjulegt starf á staðnum. Kirkjuþing felur
kirkjuráði að fylgja málinu eftir og gæta hagsmuna Skálholtsstaðar í hvívetna. Kirkjuráð
hafi sérstaka hliðsjón af lögum frá 1963 um heimild handa ríkisstjórninni til þess að
afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað. Þegar áætlanir liggja fyrir verði þær teknar til
umfjöllunar á kirkjuþingi áður en til bindandi ákvarðana komi.
Tölvupóstur barst frá Guðjóni Arngrímssyni þann 4. febrúar 2015 þar sem fram kom
að hann og aðilar honum tengdir hafa ákveðið að vinna að þróun upphaflega verkefnisins
með öðrum og breyttum hætti og með öðrum aðilum en áður var áformað.