Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 32
32 33
kirkjuráði sem dagsett var þann 20. apríl sl. varðandi sóknargjaldamálið. Þar óskaði
kirkjuráð eftir því að samningur um greiðslur á þeirri umframskerðingu á sóknargjöldum
sem orðið hefur komi til framkvæmda fyrir kirkjuþing 2015. Enn hefur skriflegt svar
ekki borist en á fundum biskups og ráðherra hafa þessi mál verið rædd síðan. Samkvæmt
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er hækkun á sóknargjöldum 9,8% milli ára.
-Kirkjujarðasamkomulagið
Þann 24. apríl sl. fór forseti kirkjuráðs á fund innanríkisráðherra og afhenti bréf frá
kirkjuráði varðandi kirkjujarðasamkomulagið Í bréfinu var skorað á íslenska ríkið að
virða skuldbindingar sínar gagnvart íslensku þjóðkirkjunni. Enn hefur skriflegt svar ekki
borist en á fundum biskups og ráðherra hafa þessi mál verið rædd síðan. Í framhaldi af
fundi biskups og ráðherra 2. júlí sl. þar sem fram kom að ríkið myndi leggja til frekari
niðurskurð á samkomulaginu árið 2016 og að sóknargjöldin myndu ekki hækka árið
2016, ákvað biskup Íslands að boða til fundar. Fundurinn var haldinn í Neskirkju þann
10. júlí sl. til að ræða vanefndir ríkisins á kirkju jarða sam komu laginu. Fundinn sátu aðal-
og varamenn í kirkjuráði, vígslubiskupar, starfsfólk Biskupsstofu, prófastar, fv. forseti
kirkjuþings, forsætisnefnd kirkjuþings og formenn fastanefnda kirkjuþings, fulltrúar
Prestafélags Íslands, lögmenn og almannatengslafólk.
Niðurstaða fundarins var að boðað yrði til aukakirkjuþings til að taka afstöðu til
tillögu að viðbótarsamkomulagi við samkomulag Íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar
um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997.
Fundur kirkjuþings var haldinn í Grensáskirkju þann 14. ágúst.
7. maí 2014 skipaði kirkjuráð fulltrúa kirkjunnar í viðræðunefnd við ríkisvaldið.
Nefndin sem í sátu sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur og kirkjuþingsmaður, Inga Rún
Ólafsdóttir, fyrrv. kirkjuþingsmaður og Valgerður Sverrisdóttir. fyrrv. ráðherra, skiluðu
umboði og vinnugögnum sínum til kirkjuráðs á fundi 13. október sl. Af hálfu ríkisins hafa
enn ekki verið skipaðir fulltrúar í viðræðunefnd um endurskoðun 3. greinar kirkjujarða-
samkomulagsins og hafa viðræður því ekki hafist.
Fasteignasvið
Kirkjuþing 2014 samþykkti niðurfellingu fasteignanefndar þjóðkirkjunnar. Með því
varð sú breyting á stjórnsýslu kirkjuráðs að fasteignasviði Biskupsstofu er falin ýmis
umsýsla sem fasteignanefndin hafði áður. Hlutverk kirkjuráðs hvað varðar fasteignir er
m.a. að taka ákvarðanir um nýbyggingar fasteigna, kaup og sölu fasteigna, að staðfesta
langtímasamninga o.fl. en fasteignasvið sinnir almennum daglegum rekstri og umsýslu
fasteigna undir stjórn sviðsstjóra.
Fasteignir kirkjumálasjóðs eru um 79 talsins. Skálholt er talin ein fasteign þótt á jörðinni
standi mörg hús, s.s. dómkirkjan, vígslubiskupshús, prestsbústaður, bændabýli, sumarhús
o.fl. Hið sama á við um fleiri jarðir í eigu kirkjumálasjóðs þar sem mörg hús standa. Af
þessum eignum eru 52 prestssetur og þrjú biskupssetur.
Unnið var að umsýslu og viðhaldi fasteigna kirkjumálasjóðs á starfsárinu undir stjórn
kirkjuráðs, í samræmi við starfsreglur og áætlanir þar að lútandi.