Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 35
35
Til vara:
Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor hjá Háskóla Íslands
Sigurður Sigursveinsson Háskólafélagi Suðurlands,
Margrét Bóasdóttir verkefnisstjóri kirkjutónlistar.
Tónlistamál þjóðkirkjunnar
Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum
þjóðkirkjunnar nr. 768/2002. Skólinn starfar eftir námskrá sem kirkjuráð samþykkir.
Skólastjóri er Björn Steinar Sólbergsson, organisti og verkefnisstjóri kirkjutónlistar er
Margrét Bóasdóttir, söngkona.
Kirkjuráð samþykkti að skipa eftirtalda aðila í kirkjutónlistarráðið:
Samkvæmt tilnefningu biskups; Guðný Einarsdóttir, formaður, varamaður er
Guðmundur Sigurðsson. Samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra organleikara; Kári
Allansson, varamaður er Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Samkvæmt tilnefningu stjórnar
Prestafélags Íslands; dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, varamaður er sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir.
Strandarkirkja í Selvogi
Kirkjuráð hefur forræði yfir málefnum Strandarkirkju en Strandarkirkjunefnd er skipuð af
kirkjuráði og hefur umsjón með rekstri kirkjunnar fyrir hönd kirkjuráðs. Kirkjuráð skipaði í
Strandarkirkjunefnd frá 1. júlí sl. til fjögurra ára þau Ragnhildi Benediktsdóttur, lögfræðing
sem formann nefndarinnar, sr. Jón Ragnarsson, sóknarprest í Hveragerðisprestakalli og sr.
Baldur Kristjánsson sóknarprest í Þorlákshafnarprestakalli. Varamenn eru Ellisif Tinna
Víðisdóttir, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, Jóhanna Eiríksdóttir, húsfreyja, Vogsósum í
Selvogi og Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra-Velli, Flóa.
Kirkjuþing unga fólksins 2015
Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs
fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar prófastsdæma
Þjóð kirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt.
Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í Þjóðkirkjuna. Kirkjuþing unga
fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar. Kirkjuþing unga
fólksins var haldið á Biskupsstofu laugardaginn 17. maí sl. Þóra Björg Sigurðardóttir var
kjörin forseti kirkjuþings unga fólksins. Samkvæmt starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins
nr. 952/2009 skal kirkjuþingið kjósa einn fulltrúa á kirkjuþing með málfrelsi og tillögurétt. Á
þessu kirkjuþingi situr fyrrnefndur forseti kirkjuþings unga fólksins.
Ályktanir kirkjuþings unga fólksins eru fylgiskjal með skýrslu þessari.
Stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar
Samkvæmt skipulagsskrá Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar skal kirkjuráð skipa þrjá
menn í stjórn stofnunarinnar af níu til þriggja ára í senn. Einn er skipaður á ári. Kirkjuráð
samþykkti að skipa sr. Bernharð Guðmundsson sem fulltrúa kirkjuráðs í stjórninni.