Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 36
36 37
Skipan í aðrar nefndir og ráð
Kirkjuráð skal skipa í hverja nefnd þrjá aðalmenn og þrjá til vara, til fjögurra ára í senn
frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör og jafnframt ákveða hver er formaður nefndar
og varamaður hans, nema lög eða starfsreglur mæli á annan veg, sbr. starfsreglur um
kirkjuráð nr. 817/2000.
Nefndarskipan er fylgiskjal með skýrslu þessari.
Nefnd til að endurskoða starfsreglur nr. 301/2014 um kjör til kirkjuþings.
Á kirkjuþingi árið 2014 var samþykkt að skipa nefnd til að endurskoða starfsreglur nr.
301/2014 um kjör til kirkjuþings. Hjördís Stefánsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir og
séra Gísli Gunnarsson voru skipuð í nefndina. Í skipunarbréfi nefndarmanna er tekið
fram að nefndin skuli skila tillögum sínum til kirkjuþings 2015. Nefndin hefur unnið
að endurskoðuninni og hefur við þá vinnu lagt áherslu á að einfalda reglurnar, gera þær
skýrari og aðgengilegri. Nefndin fór þess á leit við kirkjuráð, í ljósi þess að kosning til
kirkjuþings fer ekki fram fyrr en árið 2018, að fá heimild til þess að skila tillögum sínum
til kirkjuþings 2016 í stað 2015. Kirkjuráð samþykkti að veita nefndinni heimild til að skila
málinu af sér á kirkjuþingi 2016 í stað 2015.
Áfangaskýrsla verður lögð fyrir kirkjuþing 2015.
Lokaorð
Skýrslur kirkjulegra stofnana og nefnda birtast í Árbók kirkjunnar sem nær yfir tímabilið
frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015. Árbókin var send þingfulltrúum eftir að hún kom út.
Kirkjuráð hefur fjallað um ýmis önnur mál sem unnt er að lesa um í fundargerðum
ráðsins á heimasíðu kirkjunnar, http://www2.kirkjan.is/stjornsysla/. Einnig skal vísað
til greinagerðar framkvæmdastjóra kirkjuráðs í Árbók kirkjunnar 2014-2015. Þá fylgja
skýrslu þessari ýmis gögn til frekari skýringa.
Reykjavík í október 2015
Kirkjuráð
Agnes M. Sigurðardóttir, forseti kirkjuráðs
Elínborg Gísladóttir Gísli Gunnarsson
Stefán Magnússon Svana Helen Björnsdóttir
Fylgiskjöl:
Ályktanir kirkjuþings unga fólksins.
Nefndarskipan.
Nefndarálit frá nefnd um fjölgun í þjóðkirkjunni.
Skýrsla rekstrarstjórnar Skálholts 2015.
Bréf kirkjuráðs til innanríkis-, fjármála- og efnahags-, og forsætisráðherra, dags. 1.12. 2014.
Bréf kirkjuráðs til innanríkisráðherra vegna sóknargjalda, dagsett 20. apríl 2015.
Bréf kirkjuráðs til innanríkisráðherra vegna kirkjujarðasamkomulagsins, dags. 20.4.2015.