Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 64
64 65
skuld frá fyrri árum og áratugum. Skuldin er til komin vegna uppbyggingar á staðnum, stækkun
skólahúsnæðis og fleira.
Unnið hefur verið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 í ljósi rekstrar yfirstandandi árs og ára.
Í samþykktum kirkjuráðs frá 2012 segir um rekstrarform staðarins: Starfsemin er áfram rekin sem
ein skipulagsheild undir kennitölu Skálholts. Stjórnin hefur rætt þetta fyrirkomulag með það í huga
að leggja fram breytingar á skipan fjármála Skálholts, þannig að í uppsetningu í bókhaldi verði
rekstur staðarins vel aðgreindur frá rekstri skólans og það sem tilheyrir báðum aðilum. Það er
mat stjórnar að með því fáist skýrari sýn á hvað tilheyrir hinum fasta rekstri og hvað er meira
tilfallandi og háð tekjum skólans við rekstur og utanumhald. Ekki er talin þörf á að snúa aftur til
þess er Skálholt var rekið með tveimur kennitölum, og bókhald algjörlega aðskilið. Leitað verður
eftir samþykkti kirkjuráðs við þessum hugmyndum svo og áliti ríkisendurskoðunar, þegar þær hafa
verið útfærðar nánar.
6. Starfsþjálfun prestsefna.
Stjórnin vill vinna að því að efla starfsþjálfun prestsefna og djáknanema eftir því sem við á, með
því að hluti starfsþjálfunar fari fram í Skálholti. Öll aðstaða í skólahúsnæði og kirkju er fyrir hendi.
Hugmyndin er ekki ný af nálinni, enda var „prestaskóli“ ein af meginhugmyndum sem voru uppi
þegar farið af stað með uppbygginguna í Skálholti á sínum tíma. Starfsþjálfun hefur farið fram
í Skálholti fyrir prestsefni, en ekki reglubundið, en stjórninni finnst tímabært að skoða alvarlega
að starfsþjálfunin verði fastur starfsþáttur í Skálholti, hina fornu skóla- og fræðslusetri kirkjunnar.
Stjórninni er kunnugt um að eitt af málum á kirkjuþingi 2015 fjallar um starfsþjálfunina og hvernig
megi efla hana.
Ábyrgð og samstarf
Hinn forni helgistaður Skálholt er var afhentur kirkjunni 1963 til eignar og ábyrgðar. Kirkjunni ber að
standa að því að staðurinn verði kirkju og þjóð til sóma og megi gagnast til eflingar kristni í landinu.
Til þess þarf ekki hvað síst sem víðtækast samstarf allra innan kirkjunnar. Stjórn Skálholts vonar
að svo megi verða og mun leggja sig fram um að axla þá ábyrgð sem lögð er henni á herðar í
þeim efnum. Stjórnin þakkar kirkjuráði það traust sem stjórnarmönnum er sýnd með skipan þeirra
í stjórnina.
Virðingarfyllst
Drífa Hjartardóttir
Kristófer Tómasson
Þorvaldur Karl Helgason
Fylgiskjöl:
Erindisbréf Stjórnar Skálholts
Fjárhagsáætlun 2016
Yfirlit yfir lausafé í Skálholti – bráðabirgða yfirlit