Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 74
74 75
Útreikningar KPMG byggja m.a. á niðurstöðum reiknilíkans Biskupsstofu fyrir árið 2015
þó með breytingum sem KPMG telur rétt að gera með hliðsjón af ákvæðum samningsins.
Í skýringum við einstakar greinar samningsins segir um 2. gr. að með staðfestingu
ráðuneyta á reiknilíkani sé átt við að samþykktar verði breytingar á talnaforsendum og
gerð embætta. Í upphaflega samningnum skiptust 138 embætti í 16 stöður prófasta, 112
stöður sóknarpresta, 4 stöður héraðspresta og 6 stöður sérþjónustupresta.
Í útreikningum KPMG er stuðst við skipan embætta eins og hún var í líkani þjóðkirkjunnar
fyrir árið 2015 og má sjá í töflu 2. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu hefur skipan
embætta ekki verið staðfest ennþá af ráðuneytum, en hún endurspeglar þá fækkun sókna
sem hefur átt sér stað frá því að samningurinn var undirritaður á sínum tíma.
Í samningnum er ákvæði í 2. gr., sem vísar í samkomulagið frá 10. janúar 1997, þar sem segir
í 3. gr. að fjölgi meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við íbúaskrá þjóðskrár 1. desember
1996 skuldbindi ríkið sig til að greiða laun eins viðbótarprests. Fækki skráðum meðlimum um
5.000 þá fækki stöðugildum um eitt. Sama eigi við um viðbótarfjölgun eða -fækkun.
Í meðfylgjandi töflu sést fjöldi skráðra meðlima í þjóðkirkjunni frá árinu 1996 til 2015.
Frá og með árinu 2011 hefur fjöldi stöðugilda verið 138 og miðar KPMG við þann fjölda
í sínum útreikningum.
Tafla 3
Fjölgun/fækkun stöðugilda skv. kirkjujarðasamkomulagi
Heimild: Hagstofa Íslands
Tafla 4 sýnir áætlaðan launakostnað
miðað við 3,5% launahækkun á árinu
2015 og núverandi skiptingu 138
stöðugilda. Heildarlaunakostnaður
er metinn á 1.554 m.kr.
Í þriðju grein samningsins er
kveðið á um að ríkis sjóður skuli ár-
lega greiða 89,5 m.kr., verð bættar
frá árinu 1998 miðað við verðlags-
for sendur fjárlaga um hækkun
annarra rekstrargjalda en launa.
Fjölgi prestum eða fækki skv. 2. og
3. grein samkomulagsins bætist við
0,6 m.kr. fyrir hvern við bótar prest.
Á árinu 2015 er heildar fjöldi stöðu-
gilda óbreyttur eða 138 stöðu gildi.
Verðlags for senda annars rekstrar-
kostn aðar sam kvæmt fjár laga frum-
varpi ársins 2015 er 2,3%. Verðbættur
rekstrarkostnaður prestsembætta og
prófasta á árinu 2015 er áætlaður 191
m.kr.
Ár Skráðir meðlimir
Breyting
frá 1996 Viðbót
Heildar fj.
stöðu gilda
1996 244.060 138
1997 244.684 624 0 138
1998 244.893 833 0 138
1999 246.263 2.203 0 138
2000 247.420 3.360 0 138
2001 248.614 4.554 0 138
2002 249.386 5.326 1 139
2003 249.645 5.585 1 139
2004 250.176 6.116 1 139
2005 250.759 6.699 1 139
2006 251.909 7.849 1 139
2007 252.411 8.351 1 139
2008 252.708 8.648 1 139
2009 253.069 9.009 1 139
2010 251.487 7.427 1 139
2011 247.245 3.185 0 138
2012 245.456 1.396 0 138
2013 245.184 1.124 0 138
2014 244.440 380 0 138
2015 242.743 -1.317 0 138