Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Síða 85

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Síða 85
85 2. Þegar staðlar hafa verið ákveðnir fylgist biskup með því hvernig gengur að ná þeim með reglubundnu eftirliti. Kirkjuráð hefur eftirlit með fjármálum 3. Biskup ásamt kirkjuráði hefur tilsjón með prófastsdæmum próföstum, prestum, sóknarnefndum og starfsfólki kirkjunnar. Tilsjónin felst í því að fylgjast með hvernig gengur að ná fyrirfram ákveðnum stöðlum. Biskup og kirkjuráð skila skýrslu til kirkjuþings á hverju ári. Kirkjuráð hefur tilsjón með fjármálum en biskup með öðru. III. Mannauðsstefna Mikilvægt er að færa mannauð kirkjunnar til þess horfs sem mest þörf er á hverju sinni. Að vissu leyti er hér um sístætt verkefni að ræða, þar sem síbreytilegar aðstæður krefjast síbreytilegs mannauðs. Stefnt verði að því að auka styrk mannauðs á þeim sviðum sem þörf er á, sérstaklega á sviði barna- og æskulýðsstarfs en einnig á sviði stjórnunar. Tekið verði til endurskoðunar hvaða kröfur þjóðkirkjan þarf að gera til presta, djákna og annars starfsfólks. Skoða þarf að gera gagnvirka ráðningasamninga við nýráðna presta. Allir ráðningar- samningar presta sem undirritaðir verða eftir gildistöku nýrrar stefnumótunar verði með ákvæðum um starfsþróun. Í því sambandi er m.a. hægt að skoða: 1. Að prestur geti óskað eftir menntun sem hann telur að nýtist sér í starfi. Þá geti biskup falið presti að kenna öðrum starfmönnum kirkjunnar, búi hann yfir sérþekkingu eða hæfni sem biskup telur að sé mikilvæg. Embættismaður fái afleysingu þegar biskup felur honum slíkt nám eða kennslu og ekki verði greitt aukalega fyrir það. 2. Prestum sé skylt að taka á móti eftirlitsaðila á vegum biskups og veita honum alla aðstoð varðandi gæðamat í viðkomandi prestakalli hvenær sem þess er óskað. 3. Biskupi sé heimilt að auglýsa embætti laust til umsóknar, sé það álit hans að verulegur misbrestur sé á að gæðastöðlum og markmiðum hafi verið náð og hafi áminningum biskups ekki verið sinnt. 4. Öllum prestum verði boðið að gerður verði við þá ráðningasamningur með sama hætti og við nýja presta. Ekki er gert ráð fyrir að ný mannauðsstefna hafi áhrif á þá presta sem nú eru í starfi nema þeir óski þess. 5. Einungis verði veitt námsleyfi til náms sem biskup telur að muni nýtast í starfi og samræmist mannauðsmarkmiðum kirkjunnar. 6. Lögð verði áhersla á að nýja tegund embætta (djákna, presta eða annarra?) þar sem sérþekkingar sé krafist í barna og æskulýðsstarfi. 7. Hluti af gæðakröfum til prófastsdæma verði að þau komi sér upp vel menntuðum starfsmanni með sérþekkingu á barna og æskulýðsstarfi. IV. Meginhugmyndir um verkaskiptingu Biskupsstofa • Nefndin hefur fjallað nokkuð um biskupsstofu og ákveðið að gera tillögu að starfsreglum fyrir hana. Hún hefur sett sér það markmið að þær verði tilbúnar fyrir seinni hluta kirkjuþings 2015. Ef hins vegar þingið klárast nú í haust, þá verði starfsreglum skilað inn á kirkjuþingi 2016.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.