Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 93

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 93
93 Athugasemdir við lagafrumvarp þetta Þegar þjóðkirkjulögin tóku gildi í ársbyrjun 1998 hafði mikil undirbúningsvinna átt sér stað sem má rekja til ársins 1992 þegar lagðar voru fram á kirkjuþingi tillögur um endurskoðun á lögum um kirkjuna. Árið 1993 var sett á laggirnar nefnd sem kölluð var „skipulagsnefndin“. Hlutverk skipulagsnefndarinnar var að koma með tillögu að nýjum lögum um þjóðkirkjuna. Eitt af því sem nefndin gerði var samanburður við nágrannakirkjurnar. Urðu til nokkur áhersluatriði. Þar má m.a. nefna: • Aukið sjálfstæði og lýðræðislegt skipulag þjóðkirkjunnar. • Aukin valddreifing til stofnana og embætta innan kirkjunnar. • Sterkt kirkjuþing sem hefði æðsta vald í málefnum kirkjunnar. • Eindregin aðgreining biskupsembættisins og kirkjuþings. • Biskup skuli gegna forystuhlutverki á sviði trúarlífs þjóðkirkjunnar. • Virk þátttaka leikmanna í öllu starfi kirkjunnar. • Sterkt starf kirkjunnar í grasrótinni: í sóknum, prestaköllum og prófastsdæmum. Skipulagsnefndin var að mestu leyti sammála um meginmarkmið, einstök atriði þurftu lengri umfjöllunartíma en önnur. Breytingarnar á lögum um kirkjuna urðu verulegar. Aldrei var nein áhersla lögð á aðskilnað ríkis og kirkju, heldur var almennt samkomulag um óbreytt samband að formi til, en hugmyndirnar fólu þó í sér stóraukið sjálfstæði þjóðkirkjunnar. Meginbreytingarnar urðu samt verulegar, þessar voru þær helstu : • Aukið lýðræði til stjórnsýslu kirkjunnar, m.a. með kirkjuþingi og með embætti forseta kirkjuþings. • Rammalöggjöf um íslensku þjóðkirkjuna sem veitti henni nýtt vald í eigin málum og þar með mikið sjálfstæði. Þetta var í reynd tilfærsla á valdi Alþingi til kirkjuþings. • Stofnun kirkjuþings með raunverulegt vald var grundvallaratriði í hinu nýja fyrirkomulagi. Kirkjuþingi var falið það hlutverk að setja kirkjunni starfsreglur og var fengið æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmætra marka. • Breytingarnar snertu biskupsembættið talsvert. Áður hafði biskup verið forseti kirkjuþings og jafnframt formaður kirkjuráðs, samkvæmt lögunum hafði hann málfrelsi og tillögurétt á kirkjuþingi en ekki atkvæðisrétt, var hann einnig formaður kirkjuráðs sem var m.a. framkvæmdarnefnd kirkjuþings. Í nýju löggjöfinni var biskupi hvorki ætlað að verða forseti kirkjuþings né formaður kirkjuráðs. Það náðist ekki samstaða um það síðarnefnda og því varð biskupinn forseti kirkjuráðs. Samkvæmt hefðinni hefur biskup þrjú megin verksvið: Vígslur,vísitasíur og tilsjón. Samkvæmt lútherskum embættisskilningi er enginn eðlismunur á embætti prests og biskups, eini munurinn er sá að biskupi eru fengin störf sem tengjast ekki einum söfnuði, heldur allri þjóðkirkjunni. Helstu störf sem falla undir biskupsembættið eru: biskup vígir, vísiterar söfnuði og kemur fram fyrir hönd þjóðkirkjunnar við ýmis tækifæri og sinnir sálgæslu presta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.