Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Síða 97
97
5. Hvort óskað hafi verið eftir þjónustu matsnefndar.
6. Frá hvaða tíma og til hve langs tíma skipað er í embættið.
7. Að umsækjendur leggi fram prófskírteini og staðfestingu um að viðkomandi hafi lokið
starfsþjálfun. Einnig vottorð um aðra menntun og þjálfun sem nýtist í starfi.
8. Upplýsingar um starfsferil og annað það sem umsækjendur telja nauðsynlegt að fram
komi.
9. Umsækjendur skili greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn og væntingar
er varða embættið.
10. Að umsækjandi skuli leggja fram sakavottorð.
11. Hvenær umsóknarfrestur um embættið rennur út.
12. Hver veitir nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf og helstu lög og
reglur sem um starfið gilda.
13. Hvort prestssetur fylgir embættinu.
14. Að sótt skuli um embættið á þar til gerðu eyðiblaði biskupsstofu.
15. Að matsnefnd fjalli um umsóknir, hafi kjörnefnd óskað eftir þjónustu matsnefndar,
samkvæmt starfsreglum þessum.
16. Að heimilt sé að óska eftir almennum prestskosningum samkvæmt lögum nr. 78/1997.
17. Að skylt er, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að upplýsingum um nöfn og
starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.
Áður en biskup sendir umsóknir til meðferðar matsnefndar skal hann gæta þess að
umsækjandi uppfylli skilyrði til skipunar, samkvæmt 38. gr. laga nr. 78/1997, þar með
talið starfsþjálfun samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum um þjálfun prestsefna nr.
788/2002. Biskup Íslands skal leita eftir samþykki umsækjenda til þess að fá aðgang að
upplýsingum úr sakaskrá. Synji hlutaðeigandi umsækjandi um heimild til þess, er óheimilt
að setja, skipa eða ráða hann til starfa.
Óheimilt er að ráða til starfa einstakling til að sinna börnum og ungmennum undir 18
ára aldri, sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á eftirtöldum lagabálkum:
a) Barnaverndarlögum nr. 80/2002.
b) Almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þ.e. kynferðisbrot skv. 22. kafla, önnur
ofbeldisbrot, skv. 23. kafla og brot gegn frjálsræði manna, skv. 24. kafla almennra
hegningarlaga nr. 19/1940, að undanskildum minniháttar líkamsmeiðingum
samkvæmt 217. gr.
c) Lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sem og 173. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19/1940,
og hlotið refsidóm á fimm undangengnum árum.
Biskup Íslands skal auglýsa laust embætti í Lögbirtingablaði og á öðrum opinberum
vettvangi og skal umsóknarfrestur ekki vera skemmri en fjórar vikur frá útgáfudegi
blaðsins. Sæki enginn um skal embættið auglýst að nýju. Skal að jafnaði auglýsa innan
þriggja mánaða frá birtingu fyrri auglýsingar, nema ef sérstaklega stendur á.
Biskup skal afla og varðveita lista yfir þá sem eru atkvæðisbærir í prestakalli þegar
auglýsing er birt.