Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 98
98 99
4. gr.
Tímabundin setning í prestsembætti og embættisskipti.
Biskupi er heimilt að fengnu áliti/umsögn sóknarnefnda/héraðsnefnda að setja í embætti
án auglýsingar tímabundið, falli sá frá sem skipaður hefur verið eða er fjarverandi um
lengri tíma vegna veikinda, fæðingarorlofs eða af öðrum ástæðum.
Óski prestur/prestar heimildar til embættaskipta, getur biskup að fengnu áliti/umsögn
sóknarnefnda/héraðsnefnda leyft tímabundin embættaskipti presta, að hámarki í eitt ár.
Engar bætur verða greiddar ef laun lækka við embættaskiptin.
Biskupi er heimilt að flytja presta úr einu embætti í annað með samþykki viðkomandi
sóknarnefnda eða héraðsnefnda ef við á. Flytjist maður í annað embætti sem er lægra
launað en fyrra embættið, skal greiða honum launamismuninn þann tíma sem eftir er af
skipunartíma hans í fyrra embættinu.
5. gr.
Matsnefnd um hæfni til prestsembættis.
Biskup Íslands skipar þriggja manna matsnefnd til að meta hæfni umsækjenda um laus
prestsembætti. Biskup tilnefnir einn fulltrúa. Biskup skipar formann úr hópi nefndar-
manna. Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa og tvo til vara til eins árs í senn. Nefndarmenn
sitji ekki lengur en fjögur ár samfellt. Biskup og kirkjuþing skulu gæta þess að í matsnefnd
veljist fólk með haldgóða þekkingu á starfsemi þjóðkirkjunnar og mannauðsmálum.
Jafnframt að í nefndinni sitji fólk af báðum kynjum í samræmi við jafnréttisstefnu
þjóðkirkjunnar
Presta félag Íslands og viðkomandi kjörnefnd/héraðsnefnd er heimilt að tilnefna einn
áheyrnarfulltrúa hvort til setu á fundum nefndarinnar.
Formaður matsnefndar er í fyrirsvari fyrir nefndina og stýrir störfum hennar, fundum
og gagnaöflun.
Í sérstökum tilvikum er matsnefnd heimilt að kveða til utanaðkomandi sérfræðinga,
nefndinni til ráðgjafar.
Um sérstakt hæfi matsnefndarmanna fer eftir ákvæðum II. kafla stjórnsýslulaga nr.
37/1993.
Nefndarmönnum og áheyrnarfulltrúum er skylt að gæta þagmælsku um viðkvæmar
upplýsingar sem leynt eiga að fara er varða umsækjendur og þeir fá vitneskju um í starfi
sínu. Þagnarskylda helst þó látið sé af störfum í nefndinni. Að öðru leyti gilda ákvæði
stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og upplýsingalaga nr. 140/2012 um meðferð umsókna eftir því
sem við á.
6. gr.
Störf matsnefndar.
Meta skal hvernig umsækjendur uppfylla sérstök skilyrði og hæfni samkvæmt
þarfagreiningu sem áskilin eru í auglýsingu. Að öðru leyti skal við mat á hæfni umsækjenda
horfa til eftirfarandi: menntunar, starfsferils og starfsreynslu.
Matsnefnd skilgreinir prósentuvægi einstakra viðmiða og greinir viðmiðin í þætti og