Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 99

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 99
99 skilgreinir hvernig stig eru gefin fyrir hvern þátt og hvaða þættir hafa áhrif. Matsnefnd notar 0-10 stiga skala í starfi sínu þar sem 10 er hæst. Matsnefnd gefur umsögn um hvaða umsækjendur uppfylli best þarfagreiningu sem fyrir liggur. Matsnefnd fer yfir og metur umsóknir, fylgiskjöl með þeim og aðrar upplýsingar frá við komandi umsækjanda. Taki mats nefnd viðtöl við umsækjendur skal hún styðjast við staðlað an spurningalista. Matsnefnd getur, með samþykki umsækjenda, aflað frekari upplýsinga um þá og starfsferil þeirra frá vinnuveitendum og öðrum sem samskipti hafa átt við umsækjendur vegna starfa þeirra. Gæta ber jafnræðis umsækjenda. Komi fram í gögnum, sem matsnefndin aflar, upplýsingar sem hún telur vera umsækjanda í óhag skal kynna honum efni þeirra, frá hverjum þær koma og veita honum tækifæri til að tjá sig um þær. Eftir að vinna nefndarinnar við mat á umsóknum er hafin er henni ekki skylt að taka við frekari umsóknargögnum, nema þau séu til að votta gögn sem fylgdu umsókn. Matsnefnd skal sjá til þess að mál varðandi umsóknir séu nægilega upplýst. Matsnefndin skal skila niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að umsóknarfrestur rann út. Ef sérstakar aðstæður valda tímaþröng, svo sem mikill fjöldi umsókna, getur biskup veitt matsnefndinni allt að tveggja vikna viðbótarfrest til að skila niðurstöðu. Sóknarnefnd og umsækjendum skal tilkynnt um framlengingu frestsins. Í skýrslu matsnefndar skal vera skrifleg lýsing á matsferlinu og niðurstöðu þess þar sem fram kemur hverja umsækjendur nefndin eða meirihluti hennar telur best fallna til að gegna embættinu. Matsnefnd velur að jafnaði þrjá hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm. Þess skal gætt að kynjahlutfall sé sem jafnast. Matsnefnd skal kynna umsækjendum niðurstöður sínar og gefa sjö daga frest til skriflegra athugasemda. Gefi athugasemdirnar tilefni til svara að mati meirihluta matsnefndar, skulu andmæli og svör nefndarinnar fylgja endanlegri niðurstöðu. Umsækjendur eru bundnir trúnaði um niðurstöður matsnefndarinnar. Telji umsækjandi málsmeðferð matsnefndar áfátt er hún kæranleg til biskups innan sjö daga. Biskup skal úrskurða um álitaefnið innan fimm daga. Að kæruferli loknu sendir biskup kjörnefnd umsóknargögn, sbr. 8. gr. Dragi umsækjandi umsókn sína til baka áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir á hann rétt á að ekki verði fjallað frekar um umsókn hans, enda fari hann fram á það með skriflegum hætti. Ekki er þó hægt að óska nafnleyndar ef umsókn er dregin til baka eftir að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 3. gr. hér að framan. Matsnefndin sendir biskupi niðurstöðu sína um hvaða umsækjendur hún telur hæfasta til að gegna prestsstarfinu sem og rökstuðning sinn. Biskup skal hafa aðgang að öllum gögnum sem matsnefndin byggir mat sitt á. Kostnaður af störfum matsnefndar greiðist af kirkjumálasjóði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.