Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 117

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 117
117 19. mál kirkjuþings 2015 Flutt af löggjafarnefnd kirkjuþings Þingsályktun að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000 Kirkjuþing 2016 ályktar að fela löggjafarnefnd þingsins að vinna tillögur að starfsreglum um kirkjuráð og Biskupsstofu og leggja fyrir kirkjuþing að hausti 2016. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000 1. gr. 2. mgr. 3. gr. orðist svo: Kirkjuráð hefur sérstaka skrifstofu. Kirkjuráð annast skrifstofuhald kirkjuþings. Kirkjuráð hýsir aðrar stofnanir þjóðkirkjunnar eftir nánari ákvörðun kirkjuþings. 2. gr. Við 3. gr. bætast þrjár nýjar málsgreinar, er verða 4., 5. og 6. mgr., svohljóðandi: Framkvæmdastjóri kirkjuráðs skal hafa með höndum daglega fjárstjórn kirkjuráðs skv. nánari fyrirmælum ráðsins. Hin daglega fjárstjórn tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Framkvæmdastjóri getur ávallt komið fram fyrir hönd kirkjuráðs í málum sem eru innan verksviðs hans samkvæmt 4. mgr. Framkvæmdastjóri skal sjá um að bókhald þjóðkirkjunnar og stofnana hennar sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna sé með tryggilegum hætti. 3. gr. Við 5. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi: Hafi kirkjuráð ákveðið greiðslu umfram fjárhagsáætlun skal fjárhagsáætlun þess árs breytt til samræmis og lögð fyrir kirkjuþing samhliða fjárhagsáætlun næsta árs. 4. gr. Við 6. gr. bætast fimm nýjar málsgreinar, 2., 3., 4., 5. og 6. mgr., svohljóðandi: Kirkjuráð skal annast um að skipulag fjárstjórnar þjóðkirkjunnar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Kirkjuráð skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð skal í upphafi kirkjuþings leggja fyrir þingið endurskoðaða ársreikninga fyrir síðasta fjárhagsár. Enga greiðslu má inna af hendi án samþykkis kirkjuráðs, sbr. þó 4. mgr. Kirkjuráð getur ákveðið að fela biskupsstofu eða öðrum stofnunum þjóðkirkjunnar að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.