Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 117
117
19. mál kirkjuþings 2015
Flutt af löggjafarnefnd kirkjuþings
Þingsályktun að starfsreglum um
breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000
Kirkjuþing 2016 ályktar að fela löggjafarnefnd þingsins að vinna tillögur að starfsreglum
um kirkjuráð og Biskupsstofu og leggja fyrir kirkjuþing að hausti 2016.
Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð nr. 817/2000
1. gr.
2. mgr. 3. gr. orðist svo:
Kirkjuráð hefur sérstaka skrifstofu. Kirkjuráð annast skrifstofuhald kirkjuþings. Kirkjuráð
hýsir aðrar stofnanir þjóðkirkjunnar eftir nánari ákvörðun kirkjuþings.
2. gr.
Við 3. gr. bætast þrjár nýjar málsgreinar, er verða 4., 5. og 6. mgr., svohljóðandi:
Framkvæmdastjóri kirkjuráðs skal hafa með höndum daglega fjárstjórn kirkjuráðs skv.
nánari fyrirmælum ráðsins. Hin daglega fjárstjórn tekur ekki til ráðstafana sem eru
óvenjulegar eða mikils háttar.
Framkvæmdastjóri getur ávallt komið fram fyrir hönd kirkjuráðs í málum sem eru
innan verksviðs hans samkvæmt 4. mgr.
Framkvæmdastjóri skal sjá um að bókhald þjóðkirkjunnar og stofnana hennar sé fært
í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna sé með tryggilegum hætti.
3. gr.
Við 5. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
Hafi kirkjuráð ákveðið greiðslu umfram fjárhagsáætlun skal fjárhagsáætlun þess árs breytt
til samræmis og lögð fyrir kirkjuþing samhliða fjárhagsáætlun næsta árs.
4. gr.
Við 6. gr. bætast fimm nýjar málsgreinar, 2., 3., 4., 5. og 6. mgr., svohljóðandi:
Kirkjuráð skal annast um að skipulag fjárstjórnar þjóðkirkjunnar sé jafnan í réttu
og góðu horfi. Kirkjuráð skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og
meðferð fjármuna þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð skal í upphafi kirkjuþings leggja fyrir þingið
endurskoðaða ársreikninga fyrir síðasta fjárhagsár.
Enga greiðslu má inna af hendi án samþykkis kirkjuráðs, sbr. þó 4. mgr.
Kirkjuráð getur ákveðið að fela biskupsstofu eða öðrum stofnunum þjóðkirkjunnar að