Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Síða 2
Vikublað 19.–21. apríl 20162 Fréttir Sala á golfferðum tekið 30% Stökk n Selja talsvert fleiri golf- og skíðaferðir en síðustu tvö ár n Slegist um pláss Þ að er ljóst að hluti þjóð- félagsins hefur það ansi gott í dag og við sjáum það á sölunni hjá okkur, sem hefur í ákveðnum ferð- um aukist um 30–40%, að það eru margir sem geta leyft sér munað eins og golf- og skíðafrí,“ segir Jó- hann Pétur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri GB Ferða. Að hans sögn hefur sala á golf- og skíðaferð- um fyrirtækisins aukist um 30% það sem af er þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þór Bæring, framkvæmdastjóri Gaman ferða, tekur í sama streng og segir nánast slegist um pláss fyrir golfsett í flug- vélum. „Á vinsælustu dagsetningunum til staða eins og Alicante fara oft stærri hópar í ferðir með fleiri golfsett en flugvélarnar bera og þá getur orðið ansi troðið. Þegar fólk kaupir sér flugsæti á þessum dag- setningum, á haustin og vorin, og ætlar að bæta golfsettinu við eftir á, þá er það í flestum tilvikum ekki hægt,“ segir Þór. Munur milli ára Jóhann Pétur segist ekki hafa séð álíka aukningu í sölu á golf- og skíða- ferðum árin 2014 og 2015. Skýr- inguna á mikilli sölu á fyrsta þriðj- ungi þessa árs má að hans mati finna í auknum kaupmætti. „Það er skýringin að mínu mati. Það er búið að vera ótrúleg aukn- ing í sölu á þessu ári miðað við árið í fyrra. Síðustu tvö ár voru mjög svip- uð en við höfum séð mikið stökk upp á við í ár og við erum að tala um mjög háar tölur eins og 35–40% aukningu. Við erum nær eingöngu á Bretlands- eyjum og seljum ferðir til Englands; Birmingham og London, og tveggja áfangastaða í Skotlandi. Ég hef ekki viljað tala hlutina upp heldur einung- is tala um staðreyndir en það er mikil aukning í ár og mikil stemning í þjóð- félaginu,“ segir Jóhann. Minna um raðgreiðslur Aðspurður svarar Jóhann að al- mennt verð á golfferðum, á mann í tvíbýli í þrjár nætur með hálfu fæði, með farangursheimild upp á tösku og golfsett, flugvallarsköttum og fjóra átján holu hringi, sé um 109– 139 þúsund krónur. Í boði séu einnig ferðir á yfir 200 þúsund krónur. DV fékk ábendingu um að kylfingar á leið til Flórída hefðu í síðustu viku þurft að senda golfsett sín með öðru flugi þegar í ljós kom að geymslu- rými vélar þeirra hafði fyllst. Golfsett- unum sem urðu eftir var flogið til Bandaríkjanna tveimur dögum síðar. „Það er klárlega aukning. Maður sér það greinilega og það er þarna uppsöfnuð ferðalöngun Íslendinga og það eru margir búnir að halda að sér höndum. Ég var líka í þessum bransa fyrir tíu árum og í dag eru fleiri búnir að safna fyrir ferðunum öfugt við það sem áður var þegar allt var á keypt á raðgreiðslum,“ segir Þór Bæring. n „Ég var í líka í þess- um bransa fyrir tíu árum og í dag eru fleiri búnir að safna fyrir ferðunum öfugt við það sem áður var þegar allt var keypt á raðgreiðslum. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Mikil aukning Þór Bæring, fram- kvæmdastjóri Gaman ferða, segir nánast slegist um pláss fyrir golfsett í flugvélum. Kylfingar „Það er ljóst að hluti þjóðfélagsins hefur það ansi gott í dag,“ segir framkvæmdastjóri GB Ferða. Mynd 123rf.coM F orseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hyggst bjóða sig fram til endurkjörs. Frá þessu greindi hann á Bessastöðum síðdegis í gær, mánudag. „Í kjölfar nýliðinna atburða, hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfé- laginu, höfðað til skyldu minnar og ábyrgðar og beðið mig að endur- skoða ákvörðunina sem ég tilkynnti í nýársávarpinu,“ sagði Ólafur og sagð- ist þurfa að svara þessu kalli. Ólaf- ur sagði að undanfarin ár hefðu ver- ið tími óvissu og umróts og minntist á mótmæli, tíðar kosningar, fjöldaað- gerðir almennings og Icesave-þjóðar- atkvæðagreiðslurnar. Þá benti hann á að nýlega söfnuðust þúsundir saman við Alþingishúsið – til að krefjast af- sagnar forsætisráðherra og þingkosn- inga, sem hefði valdið talsverðum breytingum á ríkis stjórn Íslands. Mótmælaöldur og það hvernig brugðist var við þeim sýndu að ástandið í samfélaginu væri enn viðkvæmt og að stjórnvöld og kjörn- ir fulltrúar yrðu að vanda sig. Sagð- ist Ólafur vilja standa áfram vaktina með fólkinu í landinu. Sagði hann að sá þrýstingur sem hann hefði fundið fyrir um að gefa kost á sér á ný hefði sett hann í vanda, enda væri það svo að frelsið frá daglegum önnum skaraðist á við skyldurnar. Ólafur sagðist vera tilbúinn til þess að viðurkenna ósigur ef þjóðin veldi annan kandídat. „Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki all- ir á þessari skoðun og telja að það sé tími kominn til að það sé ann- ar sem gegni þessu embætti,“ sagði hann og þakkaði traustið sem hon- um hefði verið sýnt undanfarin ár. „Ef niðurstaða þessara kosningar yrði að þjóðin veldi annan myndi ég taka því vel,“ sagði Ólafur og sagð- ist þá myndu glaður ganga til móts við frelsið. „Vil ég auðmjúkur þjóna áfram hagsmunum og standa vakt- ina með fólkinu í landinu.“ n astasigrun@dv.is Ólafur hættir við að hætta Segist auðmjúkur vilja þjóna hagsmunum almennings Stendur vaktina Ólafur segist tilbúinn til þess að standa vaktina áfram. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.