Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 4
Vikublað 19.–21. apríl 20164 Fréttir 100 milljarða gjaldeyriskaup fyrstu þrjá mánuði ársins S eðlabanki Íslands keypti gjaldeyri fyrir nærri 100 millj­ arða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins sem eru um þrefalt meiri kaup en á sama tíma fyrir ári. Námu kaupin ríf­ lega 60% af heildarveltu á millibanka­ markaði með gjaldeyrismarkaði. Óskuldsettur gjaldeyrisforði Seðla­ bankans er kominn yfir 400 millj­ arða króna, eða sem nemur um 20% af landsframleiðslu, og ljóst er að sá tímapunktur nálgast þar sem bank­ inn þarf að fara stíga á bremsuna í kaupum sínum og leyfa krónunni þess í stað að styrkjast samhliða miklu innflæði gjaldeyris til landsins. Ashok Bhatia, formaður sendi­ nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sagðist aðspurður í samtali við DV, eftir árlegan fund sjóðsins á Kjarvalsstöðum síðastliðinn þriðju­ dag, ekki vilja nefna einhverja eina tölu um hver væri æskileg stærð gjaldeyrisforðans. Hins vegar nefndi hann að sjóðurinn hafi fært rök fyrir því að stærð forðans þurfi að mótast af varfærinni nálgun, einkum á með­ an afnámsferlinu er enn ólokið. „Við teljum að eins og sakir standa þá sé meira betra en minna,“ sagði Ashok. Gengisstyrking í pípunum Mikil aukning í innflæði gjaldeyris á milli ára, sem hefur gert Seðla­ bankanum kleift að safna enn frekar í forðann, skýrist sem kunnugt er einkum af auknum straumi ferða­ manna til landsins. Þá munar einnig mikið um að sá gjaldeyrir sem Arion banki og ýmsir lífeyrissjóðir fengu við sölu á hlut sínum í Bakkavör í byrjun árs – samtals um 27 milljarðar – skil­ aði sér allur til Seðlabankans. Við þetta bæt­ ist að erlendir fjárfestingar­ sjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að koma með gjaldeyri til landsins í gegnum nýfjár­ festingaleið Seðlabankans og fjárfest í íslenskum ríkisskuldabréfum. Samkvæmt upplýsingum í Lána­ málum ríkisins um eignastöðu er­ lendra aðila í óverðtryggðum ríkis­ skuldabréfum má áætla að innflæði gjaldeyris í tengslum við slík vaxta­ munarviðskipti á fyrstu þremur mánuðum ársins nemi um nítján milljörðum króna. Á seinni helm­ ingi síðasta árs, þegar erlendir fjár­ festingarsjóðir hófu innreið sína í ríkis skuldabréf á ný eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun hafta, nam heildarfjárhæð vaxtamunar­ viðskipta 54 milljörðum. Þetta mikla innflæði gjaldeyris hef­ ur því einnig átt sinn þátt í því að Seðlabankinn hefur getað byggt upp forða sinn jafn hratt og raun ber vitni. Við­ mælendur DV á fjár­ málamark­ aði telja einsýnt að verði n Kaup Seðlabankans þrefölduðust á milli ára n AGS telur enn betra að hafa meiri forða en minni Hörður Ægisson hordur@dv.is Gjaldeyriskaup seðlabankans 2015 Jan 8 14 12 Feb Mars 2016 46 21 30 Jan Feb Mars Tölur eru í milljörðum króna. HeiMild: Seðlabanki ÍSlandS framhald á þessu gríðarmikla inn­ flæði gjaldeyris, sem allt útlit er fyrir, þá hljóti að koma fyrr eða síðar að því að Seðlabankinn verði nauðbeygður til að fara minnka gjaldeyriskaup sín. Það ætti að óbreyttu að verða til þess að gengið fari að styrkjast nokk­ uð og telja margir ekki ólík­ legt að krónan gæti þá hæglega hækkað í verði um 10–20% á skömm­ um tíma. Í fyrra keypti Seðlabankinn gjald­ eyri fyrir um 313 milljarða, sem var sögulegt met, en núna er allt útlit fyrir að kaupin verði að óbreyttu vel yfir 400 milljarðar. Í yfirlýsingu sendinefndar AGS kemur fram að Seðlabankinn eigi að leggja áherslu á verðbólgumarkmið og gefa skýrt til kynna að ekkert gengismarkmið sé til staðar. „Mótspyrna gegn gengis­ hækkunum, svo þversagnakennt sem það er, getur skapað væntingar markaðarins um frekari gengis­ hækkun,“ segir í yfirlýsingunni. Fái fullt frelsi Mikið gjaldeyrisinnflæði og stór óskuldsettur forði Seðlabankans gera að verkum að nú eru kjörað­ stæður, líkt og sendinefnd AGS bend­ ir á, til að stíga frekari skref við losun hafta eftir að búið er að leysa út 300 milljarða aflandskrónueignir. Í yfir­ lýsingu AGS er lögð á það áhersla að skynsamlegt sé í kjölfarið að heimila aukna erlenda fjárfestingu lífeyris­ sjóða áður en stjórnvöld snúa sér að losun hafta á almenning. Sumir telja hins vegar að þegar tekið er mið af hinu mikla gjaldeyris­ innflæði til landsins sé full ástæða til að stíga mun meira afgerandi skref við að losa um höft á innlenda að­ ila. Þannig hafa talsmenn Samtaka atvinnulífsins (SA), meðal annars Þorsteinn Víglundsson, fram­ kvæmdastjóri samtakanna, fært fyrir því rök að í stað þess rýmka aðeins heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis ætti að stíga skrefið alla leið og gefa þeim fullt frelsi til slíkra fjár­ festinga. Uppsöfnuð fjárfestingar­ þörf lífeyrissjóða erlendis hleypur á hundruðum milljarða króna og með þessari leið væri því hægt að sporna gegn styrkingu krónunnar – og um leið auka áhættudreifingu í eignasafni lífeyrissjóðanna. n Mynd DV ehf / Sigtryggur Ari ------- 183670 183670 Seðlabankastjóri Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur byggst hratt upp í aðdraganda losunar fjármagnshafta. ashok bhatia „Við teljum að eins og sakir standa þá sé meira betra en minna.“ Dýrkeyptur gjaldeyrisforði Sá mikli óskuldsetti gjaldeyrisforði sem Seðlabankanum hefur tekist að byggja upp dregur mikið úr lausafjáráhættu þjóðarbúsins sem er afar mikilvægt samhliða því að áætlun stjórnvalda um losun hafta er fylgt úr hlaði. Forða af þessari stærðargráðu fylgir hins vegar einnig beinn kostnaður – og hann verður meiri eftir því sem forðinn stækkar. Miðað við stöðu forðans í árslok 2015 nam nei- kvæður vaxtamunur á gjaldeyrisjöfnuði bankans, þar sem innlendir vextir eru mun hærri en möguleg erlend ávöxtun forðans, um 18 milljörðum á ársgrundvelli. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom inn á þetta í ræðu sinni á ársfundi bankans í síðasta mánuði og benti á að ef þessi staða verði viðvarandi muni það höggva „stór högg í afkomu Seðlabank- ans.“ Hins vegar gæti þessi staða orðið til þess, útskýrði seðlabankastjóri, að mögulegt væri að leysa stærri hluta aflandskrónuvandans í fyrirhuguðu útboði með endanlegri hætti en áður var útlit fyrir. Þannig mætti ímynda sér að sá hluti aflandskrónueigna sem er í höndum aðeins fjögurra erlendra fjár- festingarsjóða, samtals um 230 millj- arðar, færi allur úr landi strax í gegnum gjaldeyrisútboð. Ef útboðsgengið yrði til dæmis í kringum 220 krónur gagnvart evru þá myndu um 150 milljarðar fara úr forða Seðlabankans. „Mótspyrna gegn gengis hækkunum […] getur skapað væntingar markaðarins um frekari gengishækkun. s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Vetrartilboð út apríl 9.900 kr. fyrir 2 með morgunmat Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.