Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Page 20
Vikublað 19.–21. apríl 201620 Umræða Stjórnmál
TrausTið er farið
n Staða Sigmundar orðin mjög þröng n Ávísun á afhroð að fara í kosningar með hann í brúnni
F
ramsóknarflokknum er nær
ómögulegt að fara inn í al-
þingiskosningar með Sig-
mund Davíð sem formann.
Geri flokkurinn það á hann
á hættu að þurrkast út. Þetta hljóta
framsóknarmenn að sjá og gera má
ráð fyrir að hart verði lagt að Sig-
mundi að víkja úr formannsstóli,
kjósi hann ekki að gera það sjálfur.
Staða Sigmundar er mjög þröng en
hann á þó ása uppi í erminni, hann
er mjög afgerandi stjórnmálamaður
og hefur áður náð næsta undraverð-
um árangri í pólitík. Opni hann mál
sín upp á gátt, veiti undanbragða-
laust allar upplýsingar sem beðið
verður um og skýri mál sitt er mögu-
legt að hann eigi sér pólitíska fram-
tíð. Hins vegar er hætt við að erfitt
verði fyrir hann að endurheimta
traust almennra flokksmanna eftir
vendingar síðustu vikna.
Þetta er mat álitsgjafa Eyjunn-
ar sem beðnir voru að leggja mat
á stöðu Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar, fyrrverandi forsætis-
ráðherra og formanns Framsóknar-
flokksins, eftir að Wintris-málið
svokallaða olli því að Sigmundur
neyddist til að víkja úr forsætis-
ráðherrastóli. Svo mikið hefur ver-
ið fjallað um það mál og Panama-
skjölin að undanförnu að óþarfi
ætti að vera að rifja það upp hér.
Álitsgjafar Eyjunnar eru jafnframt á
þeirri skoðun að það væri fullkomið
óráð ef Framsóknarflokkurinn færi
í kosningabaráttu með Sigmund í
brúnni, sem formann.
Áhrifamenn gagnrýna Sigmund
Ljóst er að staða Sigmundar er veru-
lega löskuð. Á það við hvort held-
ur sem er utan flokks eða innan.
Áhrifafólk í flokknum hefur þannig
stigið fram og gagnrýnt Sigmund
harðlega. Strax 4. apríl síðastliðinn,
daginn eftir að Kastljósþáttur þar
sem fjallað var um Panama-skjölin
og aðkomu Sigmundar að aflands-
félaginu Wintris var sýndur, kröfðust
bæjarfulltrúar á Akureyri og áhrifa-
menn í flokknum þess að Sigmund-
ur segði af sér sem forsætisráðherra.
Ljóst má vera að Sigmundur á ekki
mikill stuðnings að vænta úr þeirri
átt sem formaður flokksins.
Þá lýsti Karl Garðarson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, óánægju
sinni með samráðsleysi Sigmundar
við þingflokk flokksins þegar hann
hótaði sjálfstæðismönnum þing-
rofi og kosningum ef þeir styddu
ekki ríkisstjórnina undanbragða-
laust. Höskuldur Þórhallsson þing-
maður sagði í viðtali við Fréttablað-
ið að Sigmundur hefði átt að segja
af sér þingmennsku og Frosti Sigur-
jónsson sagði í viðtali í Ríkisútvarp-
inu að trúnaðarbrestur hefði orðið
þegar Sigmundur varð uppvís að því
að segja ósatt.
Á enn harða stuðningsmenn
Framannefndir eru ekki einu fram-
sóknarmennirnir sem hafa lýst því
yfir að Sigmundur njóti ekki trausts
þeirra eða annarra flokksmanna.
Hins vegar á Sigmundur hóp ákafra
stuðningsmann innan flokksins
og eru þeir tilbúnir að berjast fyr-
ir því að Sigmundur leiði flokkinn
áfram. Þannig lýsti Vigdís Hauks-
dóttir því í viðtali við Útvarp Sögu
að hún myndi styðja Sigmund ef
hann sæktist eftir því að leiða flokk-
inn áfram.
Þó verður að telja yfirgnæfandi líkur
á að forystumenn Framsóknarflokksins
átti sig á því að þeir geti ekki farið
inn í kosningabaráttu án uppgjörs
varðandi formannsembættið. Það væri
einfaldlega ávísun á afhroð. n
Freyr Rögnvaldsson
freyr@eyjan.is
Á einn leik í stöðunni
Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ
S
tuðningsgrundvöllur Sigmundar Davíðs er alveg horf-
in honum. Hans aðalstuðningshópur var InDefence-
hópurinn, andstaðan við Icesave, það var á honum
sem Sigmundur kom inn í pólitík. Það þarf nú ekki
annað en að lesa yfirlýsingar Ólafs Elíassonar, eins forsvars-
manna hópsins, eða Frosta Sigurjónssonar. Það er ekki leng-
ur neinn stuðningur við Sigmund á þessum vígstöðvum.
Svo kom á dögunum skoðanakönnun frá Gallup þar sem
ekki nema þrjú prósent aðspurðra vilja sjá Sigmund sem for-
sætisráðherra. Framsóknarflokkurinn sjálfur er nú kominn
niður í afar lágt fylgi, um sjö prósent í skoðanakönnunum, og
ég held að það myndi klára flokkinn algjörlega ef það myndu
skapast harðar deilur um formannsembætti, það hvort Sig-
mundur myndi stíga niður eða ekki. Staða hans sem formað-
ur og sem þingmaður er bara engin orðin, hvort sem mönn-
um þykir það sanngjarnt eða ekki.
Sigmundur á hins vegar leik í stöðunni sem gæti orðið
honum til sóma. Framsóknarflokkurinn er svo gæfusamur
að hafa innan sinna raða Lilju Dögg Alfreðsdóttur, sem nú
er búið að gera að utanríkisráðherra, og hún yrði mjög frambærilegur formaður fyrir flokkinn. Lilja Dögg vann
með Sigmundi í forsætisráðuneytinu og hann yrði í talsambandi við hana, yrði hún formaður flokksins. Ég tel að
Sigmundur gerði best í því að hverfa úr formannsembætti og styðja Lilju Dögg í formannsembættið.