Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 26
Vikublað 19.–21. apríl 20162 Útivist - Kynningarblað Þú kemur ekki að tómum Fjallakofanum Stækkar stöðugt í takt við vaxandi útivistaráhuga S ívaxandi áhugi landsmanna á útivist hvers konar, til dæmis fjallgöngum og fjallaskíðaferðum, hefur ekki farið framhjá neinum. Fjallakofinn er fyrirtæki sem hefur blómstrað í takt við þessa þróun og hefur átt sinn þátt í að gera úti- vistarferðir þúsunda Íslendinga ánægjulegar: „Þessi stóraaukni úti- vistaráhugi hefur skilað sér til okkar í aukinni veltu og auknum umsvifum. Við erum með þrjár verslanir sem sérhæfa sig í að sinna þessum sér- tæka og kröfuharða markaði,“ segir Halldór Hreinsson, eigandi Fjalla- kofans. „Fólk vill vandaðan búnað því það vill komast alla leið og aftur heim með þeim hætti að það brosi allan hringinn. En það er ekki skemmti- legt að mæta illa búinn í sína fyrstu fjallaferð á gúmmískónum og hugsa: Hvað er ég búinn að koma mér út í? Slakur búnaður getur drepið viljann og löngunina. Í þessu sam- hengi erum við afar ánægð með okk- ar hlutdeild og sem dæmi erum við að selja árlega allt að 4% þjóðarinn- ar SCARPA-gönguskó en vörumerkið SCARPA hefur verið hér í yfir 30 ár og hefur í dag yfir 50% markaðshlutdeild á Íslandi,“ segir Halldór og bendir á að ánægjan af ferðinni geti alveg staðið og fallið með skónum. Hann segir að vandaðar vörur og fagleg þjónusta og ráðgjöf séu hornsteinar í starfsemi Fjallakofans. SCARPA er ítalskt merki, fjölskyldufyrirtæki á ní- ræðisaldri og er þriðji ættliður fjöl- skyldunnar við stjórn núna. Tollalækkun skilar sér að fullu í lægra verði „Sterkt, vandað og uppfyllir þær kröfur og væntingar sem viðskipta- vinurinn hefur,“ segir Halldór að séu einkenni á þeim búnaði sem Fjalla- kofinn leitast við að hafa til sölu. Ann- að dæmi um það eru hin þekktu og vinsælu útivistarföt Marmot, en þar er um að ræða afar traust bandarískt fyrirtæki sem var stofnað árið 1974. „Marmot merkið er orðið mjög áberandi meðal leiðsögumanna og er flaggskipið okkar í útivistarfatnaði. Þar hefur okkur jafnframt tekist að bjóða mjög samkeppnishæft verð miðað við Evrópu en tollalækkanirnar hafa valdið því að þessi fatnaður hef- ur lækkað um 12–17% í verði hjá okk- ur,“ segir Halldór en Fjallakofinn hefur kappkostað að láta tollalækkanir skila sér að fullu í verðlagið. Segir hann verðlag í verslunum Fjallakofans vera það samkeppnishæft að þar sé góð sala til erlendra ferðamanna eins og til dæmis Norðurlandabúa, að ekki sé minnst á Kínverja sem kaupi mikið af svona hágæðafatnaði. Reynsla og fagþekking starfsfólks Halldór segir að vandað og vel þjálfað starfsfólk sé annar lykill að velgengni Fjallakofans. Starfsfólk sé sjálft mjög virkt í fjallaferðum og annarri úti- vist og sé með afar mikla þekkingu á þessu útbreidda áhugamáli land- ans. Sjálfur hefur hann verið í þess- um bransa í yfir 30 ár og finnst alltaf jafn gaman að þjóna viðskiptavinum sínum enda lítur hann á þá sem sína vinnuveitendur og reynir því að standa sig með sínu starfsfólki eins vel og hægt er á hverjum degi. Þrátt fyrir að það hafi orðið mikl- ar breytingar í framleiðslu þess bún- aðar sem menn nota til fjallaferða þá vill Halldór benda á þá staðreynd að það sem skipti mestu máli hafi ekkert breyst: „Það er að bera virðingu fyrir fjall- inu sem þú ætlar að ganga á og nátt- úru þess, þá líður þér vel á toppnum!“ Sem fyrr segir eru verslanir Fjalla- kofans þrjár: Í Kringlunni 7, á Lauga- vegi 11 og Reykjavíkurvegi 64. Upp- lýsingar um afgreiðslutíma þeirra, ítarlegar upplýsingar um vörur og netverslun er að finna á ágætu vef- svæði Fjallakofans, fjallakofinn.is n MyndiR ÞoRMaR VigniR gunnnaRsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.