Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Page 34
Vikublað 19.–21. apríl 201630 Lífsstíll
L
eikkonan Aníta Briem er
stödd hér á landi til að kynna
bók sína Mömmubitar – nær
ing og hollusta á meðgöngu.
Bókina gerði Aníta í samstarfi
við Sólveigu Eiríksdóttur.
Aníta býr í Los Angeles ásamt
eiginmanni sínum, gríska leik
aranum og leikstjóranum Dean
Paraskevopoulos, og tveggja ára
dóttur þeirra Miu. Aníta fékk einmitt
hugmyndina að bókinni þegar hún
gekk með dóttur sína.
„Ég lifi mjög heilsusamlegu líferni
og hugsa vel um mataræðið,“ segir
Aníta. „Þegar ég varð ólétt þá lenti ég
strax í vandræðum, mér var óglatt og var
orkulaus og varð afhuga mat. Ég hafði
engar hugmyndir um það hvað væri
réttast að borða en vissi að ég þyrfti að
fá nauðsynleg og fjölbreytt næringar
efni svo barnið þroskaðist vel. Ég fór að
leita að skemmtilegri bók með nytsöm
um upplýsingum og hugmyndum en
þær bækur sem ég fann um mataræði á
meðgöngu voru annað hvort 600 blað
síðna doðrantar um næringarfræði eða
vefsíður sem birtu bara neikvæða hluti
um alvarlegar afleiðingar ef maður
borðaði þetta eða hitt.
Ég fór að krota niður hjá mér og
taka nótur um ýmislegt í sambandi
við mataræði og fór smám saman að
sjá fyrir mér bók um næringu á með
göngu. Ég er fínn kokkur en samt
enginn meistarakokkur og vildi fá at
vinnumann til að sjá um matarupp
skriftirnar. Solla var eina manneskjan
sem kom til greina og ég ákvað að sitja
um hana þangað til ég fengi hana í lið
með mér. Ég þekkti hana ekki neitt
en sendi henni póst og kynnti hug
myndina fyrir henni og henni fannst
þetta vel til fundið því dóttir hennar var
einmitt ólétt á sama tíma. Við Solla fór
um að vinna saman og það er búin að
vera þvílík gleði að vinna með henni.
Hún er ein sú yndislegasta manneskja
sem ég hef nokkru sinni kynnst.“
Depurð á meðgöngu
Í bókinni er fjallað allt milli himins og
jarðar sem tengist hollustu og næringu
á meðgöngu. Einn kaflinn heitir Bland
í poka en Aníta nýtti sér einmitt bland
í poka á meðgöngunni. „Ég var með
naslpoka sem ég sett í alls kyns hnet
ur, þurrkaða ávexti og fræ. Þetta var frá
bært fyrir mig því þannig gat ég haldið
orkunni betur og spornað við ógleði.
Þetta var frábært fyrir barnið því það
var að fá þá reglulegu næringu sem það
þurfti,“ segir Aníta. „Solla á uppskrift
irnar að naslinu og þær eru flottari en
það sem ég var með á sínum tíma. Þetta
er fjölbreytt bók og við fjöllum um alls
konar mat og gefum ráð sem ég veit að
hefðu nýst mér á minni meðgöngu. Svo
segi ég litlar sögur inni á milli um ýmis
legt sem tengist minni óléttu.“
Ferðalag fyrir líkamann
n Aníta Briem sendir frá sér bók um næringu á meðgöngu n Leikur í nýrri mynd Werners Herzog n Saknar Íslands„Ég var að lesa
mér til um það
hvort þessar tilfinningar
væru eðlilegar en fann
ekki mikið. Mér fannst ég
ekki vera eins og ég ætti
að vera. Svo leið sú
tilfinning hjá.
Aníta Briem „Ég fór
ekki inn í þennan heim af
kæruleysi, ég gerði mér grein
fyrir því að þetta yrði ekki
auðvelt líf.“ MynD Sigtryggur Ari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Allt á einum stað:
Prentun, merkingar og frágangur.
Inni- og útimerkingar.
Segl- og límmiðaprentun.
Ljósmynda-, striga- og segulprentun.
Textaskraut, sandblástur,
GSM hulstur og margt fleira...