Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 40
Vikublað 19.–21. apríl 201636 Menning Þ orleifur Örn Arnarsson hefur sagt sig frá leikstjórn á sviðs- verki byggðu á hinni um- deildu skáldsögu Salmans Rushdie, Söngvar Satans, eftir að stjórnendur leikhússins í Wiesbaden í Þýskalandi neituðu að breyta titli sýningarinnar. Þorleifur segist telja að nafnið geti orðið til þess að sýningin verði olía á eld hinnar heiftúðlegu umræðu um innflytjendamál í Þýskalandi frekar en kveikja að opnu samtali. Hann segir hugmyndafræðilega ágrein- inginn vera svo mikinn að hann muni ekki starfa áfram við leikhús- ið í Wiesbaden. Írakski leikstjórinn Ihsan Othmann hefur verið ráðinn til að setja verkið upp í stað Þorleifs. Vildi standa með málfrelsinu Stjórnendur leikhússins í Wiesbaden og Þorleifur Örn ákváðu að gera sviðsverk byggt á Söngvum Satans (e. Satanic Verses), hinni um- deildu skáldsögu bresk-ind- verska rithöfundarins Salmans Rushdie, í kjölfar fjöldamorð- anna á ritstjórnarskrifstofum franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í janúar í fyrra. „Á þeim tímapunkti þótti mér gríðarmikilvægt að gefa skýrt merki um að við mynd- um ekki láta öfgamenn svipta vestrið málfrelsinu,“ segir Þorleifur í samtali við blaðamann DV. Bókin sem er að hluta byggð á ævi Múhameðs, spámanns múslima, var álitin guðlast og fordæmd af fjölmörgum íslömskum trúarleiðtogum í kjölfar út- gáfunnar árið 1988, auk þess sem klerkastjórnin í Íran lýsti höfundinn réttdræpan og hefur hann lifað í skugga líflátshótana æ síðan. Bókin varð í fyrsta skipti að leik- riti árið 2008 þegar Uwe Eric Laufen- berg, sem nú er listrænn stjórnandi leikhússins í Wiesbaden, leikstýrði uppsetningu á verkinu í Hans Otto- leikhúsinu í Potsdam. Sú ákvörðun að setja verkið upp var gagn- rýnd en Laufenberg lagði áherslu á mikilvægi þess að listamenn sýndu hugrekki með verkum sínum. Sprengjuleit, vopna- hlið og lögregluvakt Það var ljóst leikritið yrði enn um- deildara í dag en árið 2008 enda flóttamannastraumurinn harðari og þjóðernishyggja vaxandi í Evrópu. Þorleifur segir að lögreglan hafi ráðlagt leikhúsinu að leigja vopn- aða öryggisverði til að verja leikhóp- inn meðan á æfingum stæði en auk þess ætlaði lögreglan að mæta með sprengjuleitarhunda, vopnaleitarhlið og standa vakt við alla innganga leik- hússins þegar verkið væri sýnt. „Það var ekki síst í ljósi þess hve lögreglan var tilbúin að ganga langt til að verja rétt minn til að tjá mig sem ég áttaði mig á því að málfrels- inu fylgir líka sú ábyrgð að misnota það ekki,“ segir Þorleifur. Þorleifur segist alveg vera til í að nálgast íslam og núning þess við hugmyndaheim Evrópu á krítískan hátt í list sinni, en hann vilji þó hafa múslima með í þeirri samræðu. „Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér fannst mér ótækt að hópur af ungum hvítum millistéttarkrökkum væri að setja upp verk sem fjallar um múslima, án þess að tryggja aðkomu þeirra. En á meðan titillinn væri þessi var ljóst að enginn múslimi fengist til að vera með í samtalinu – enda dauðasök að lesa bókina sam- kvæmt trúarsetningu múslima. Ég stakk upp á því við leikhúsið að við myndum halda áfram með þessa hugmynd, gera sýningu sem fjallaði um málfrelsið á tímum öfganna, um ábyrgð okkar og erfiðleikana við að gera eitthvað svona. Þá gætum við notað hluta úr bókinni en titillinn væri annar. Það féllst leikhúsið hins vegar ekki á. Þá fór þetta í hart og ég sagði mig frá verkinu af mórölskum ástæðum,“ segir Þorleifur. Spurður um áframhaldandi sam- starf hans og leikhússins svarar hann skýrt: „Því er lokið. Ég get ekki starf- að við hús sem er þetta langt frá mér hugmyndafræðilega.“ Hann sendi leikhópnum og leik- húsinu svo langan póst fyrir um þremur vikum þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni. Eldfim umræða „Mér fannst það einfaldlega ekki ábyrgt að setja upp verk sem er lík- legt til að forherða umræðuna enn frekar,“ útskýrir Þorleifur og bæt- ir við að umræðan um innflytj- endamál Evrópu og tengsl ólíkra menningarheima hafi ekki far- ið skynsam lega fram að undan- förnu. Fordómafull orðræða sé orðin áberandi á sama tíma og þeir sem orði efasemdir sínar um þróunina, eða gagnrýna íslömsk trúarbrögð, séu umsvifalaust úthrópaðir rasistar. „Það er ótækt hvað öfgamenn báðum megin á hinu pólitíska litrófi hafa náð að ræna umræðunni þannig að hinn breiði meirihluti al- mennings, sem sér bæði ákveðnar hættur og líka ákveðna möguleika en er tilbúinn að eiga í samræðu byggða á rökum og staðreyndum, fær varla rými. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að mig langaði ofboðslega að gera þessa sýningu. Eða alveg þar til ég áttaði mig á því að það væru meiri líkur á því að ég væri að valda skaða en að efla umræðuna,“ segir Þorleifur. Hann bendir á að leikhúsið í Wiesbaden sé staðsett í miðju múslimahverfi og ekki ólíklegt að einhverjir þeirra myndu mótmæla sýningunni – og þá væri hann kom- inn í þá undarlegu stöðu að vera var- inn af óeirðalögreglu fyrir fólkinu sem hann vildi eiga í samræðu við. Hins vegar sé einnig stór undiralda útlendingaandúðar á svæðinu, og hafi þjóðernisflokkurinn Alternativ für Deutschland til að mynda fengið 16 prósent í síðustu kosningum. „Það hefði ekki þurft mikið til að þeir færu að marsera upp götuna og mæla með málfrelsi mínu. Þá væri ég kominn í þá stöðu að nýfasistar væru farnir að stilla sér upp fyrir mína hönd,“ segir Þorleifur og heldur áfram að teikna upp hvernig hitinn gæti stigmagnast. „Ég get ekki leyft mér að valda slíkum skaða, ástandið er svo eldfimt,“ segir hann. Hættir hjá leikhúsinu í Wiesbaden Þó að þetta verk hafi dottið upp fyrir segir Þorleifur nauðsynlegt að reyna að stofna til samræðu um stöðuna í Evrópu í dag. Næsta verk sem Þor- leifur vinnur er uppsetning á Óþelló í Dresden í Þýskalandi – heimabæ þjóðernishreyfingarinnar PEGIDA. Þar vonast hann til að geta velt fyrir sér svipuðum viðfangsefnum. „Óþelló fjallar náttúrlega um norðurafrískan múslima sem er búinn að reyna að samlagast sam- félaginu. Verkið endar svo í raun á því að hið siðaða samfélag blekkir hann til að drepa krónprinsessuna. Það verður íranskur leikari sem leikur aðalhlutverkið. Þarna er ég kominn með raunverulegt samtal. En titillinn veldur ekki sömu úlfúð,“ segir hann. „Þegar maður er að reyna að hefja samtal virkar alveg örugglega ekki að byrja á því að slá þann utan undir sem maður ætlar að tala við.“ n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Hættir af mórölskum ástæðum Þorleifur Örn Arnarsson segir sig frá umdeildri sýningu byggðri á Söngvum Satans „Þegar maður er að reyna að hefja samtal virkar alveg örugg- lega ekki að byrja á því að slá þann utan undir sem maður ætlar að tala við. Umdeildur Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie hefur lifað í skugga líflátshót- ana allt frá því að íslamskir klerkar fordæmdu hann og lýstu réttdræpan árið 1989. Söngvar Satans Úr uppsetningu í Hans Otto-leikhúsinu í Potsdam árið 2008. Í hart Þorleifur Örn Arnarsson og Uwe Eric Laufenberg, listrænn stjórnandi leikhússins í Wies- baden, hafa deilt um titil og framsetningu á uppsetningu leikhússins á Söngvum Satans. Segir skilið við Wiesbaden Þor- leifur Örn Arnarsson ákvað að segja sig frá leikstjórn uppsetningar á Söngvum Satans, eftir Salman Rushdie, af mórölskum ástæðum. Mynd SiGtryGGUr Ari Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.