Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 16
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 Píratar stærstir í öllum kjördæmum landsins P íratar mælast með yf- irburðafylgi í flestum kjördæmum landsins, sam- kvæmt greiningu á fylgi flokkanna í hverju kjör- dæmi fyrir sig sem Gallup gerði fyrir Eyjuna. Framsóknarflokkurinn tap- ar miklu fylgi í öllum kjördæmum, en það er landsbyggðin sem heldur lífi í flokknum. Niðurstöðurnar byggja á svörum þátttakenda í Þjóðarpúlsi Gallup frá lok janúar fram í lok apríl og gefa því nokkuð nákvæma mynd af stöðu mála í dag. Það vekur óneitan- lega athygli að Píratar skuli mælast stærstir í öllum kjördæmum lands- ins, jafnvel í gamalgrónum vígjum stjórnarflokkanna á landsbyggð- inni. Þessi staða hefði þótt nán- ast óhugsandi fyrir ekki svo löngu. Minnstu flugi, ef þannig má að orði komast, ná Píratar í Norðvesturkjör- dæmi þar sem þeir mælast „einung- is“ með ríflega fjórðung atkvæða. Í síðustu kosningum fengu Píratar engan kjördæmakjörinn þingmann, en samkvæmt þessum niðurstöðum yrðu þeir 22 talsins. Framsóknarflokkurinn, sem vann stórsigur í síðustu alþing- iskosningum, tapar miklu fylgi í öll- um kjördæmum. Það er, eins og sagði, landsbyggðin sem heldur lífi í flokknum þar sem hann mælist með um og yfir 20 prósent. Flokkurinn á hins vegar erfitt uppdráttar á höf- uðborgarsvæðinu og í Reykjavíkur- kjördæmunum slefar fylgið rétt upp fyrir 5 prósentin og aðeins í Suðvest- urkjördæmi fengi Framsókn kjör- dæmakjörinn þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn heldur svo til óbreyttu fylgi í öllum kjördæm- um, en tapar þó marktæku fylgi bæði í Norðaustur- og Suðurkjördæmi. Hann bætir hins vegar hvergi við sig fylgi. Kjördæmabundnum þing- mönnum flokksins myndi fækka um fjóra, yrði þetta niðurstaðan. Samfylkingin tapar sömuleiðis umtalsverðu fylgi í öllum kjördæm- um og aðeins í einu kjördæmi, Reykjavík norður, mælist fylgi flokks- ins í tveggja stafa tölu. Samfylkingin fengi að auki engan kjördæmakjör- inn þingmann á landsbyggðinni. Þetta endurspeglar sífellt þverrandi fylgi flokksins í könnunum á lands- vísu. Hvort nýjum formanni, sem kjörinn verður á landsfundi í byrjun júní, takist að snúa þróuninni við verður að koma í ljós. Björt framtíð fékk sex þingmenn í síðustu alþingiskosningum sem mátti að stórum hluta rekja til ágætis gengis á suðvesturhorni landsins. Íbúar höfuðborgarsvæðisins og ná- grennis hafa yfirgefið flokkinn í stór- um stíl. Hvergi mælist flokkurinn með yfir 5 prósenta fylgi og íbúar Norðvesturkjördæmis vita varla af honum. VG bætir við sig fylgi í öllum kjördæmum að Reykjavík norður undanskildu. Flokkurinn er sem fyrr sterkur í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon hefur leitt listann, en VG telur sig vafalaust sjá sóknarfæri í Suður- og Suðvestur- kjördæmi þar sem fylgið mælist undir tveggja stafa tölu. Alls myndi flokkurinn bæta við sig tveimur kjör- dæmabundnum þingmönnum. n Magnús G. Eyjólfsson mge@eyjan.is n Landsbyggðin heldur lífi í Framsókn n Höfuðborgin hefur yfirgefið Bjarta framtíð Helgarblað 13.–16. maí 201616 Umræða Stjórnmál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.