Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 16
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 Píratar stærstir í öllum kjördæmum landsins P íratar mælast með yf- irburðafylgi í flestum kjördæmum landsins, sam- kvæmt greiningu á fylgi flokkanna í hverju kjör- dæmi fyrir sig sem Gallup gerði fyrir Eyjuna. Framsóknarflokkurinn tap- ar miklu fylgi í öllum kjördæmum, en það er landsbyggðin sem heldur lífi í flokknum. Niðurstöðurnar byggja á svörum þátttakenda í Þjóðarpúlsi Gallup frá lok janúar fram í lok apríl og gefa því nokkuð nákvæma mynd af stöðu mála í dag. Það vekur óneitan- lega athygli að Píratar skuli mælast stærstir í öllum kjördæmum lands- ins, jafnvel í gamalgrónum vígjum stjórnarflokkanna á landsbyggð- inni. Þessi staða hefði þótt nán- ast óhugsandi fyrir ekki svo löngu. Minnstu flugi, ef þannig má að orði komast, ná Píratar í Norðvesturkjör- dæmi þar sem þeir mælast „einung- is“ með ríflega fjórðung atkvæða. Í síðustu kosningum fengu Píratar engan kjördæmakjörinn þingmann, en samkvæmt þessum niðurstöðum yrðu þeir 22 talsins. Framsóknarflokkurinn, sem vann stórsigur í síðustu alþing- iskosningum, tapar miklu fylgi í öll- um kjördæmum. Það er, eins og sagði, landsbyggðin sem heldur lífi í flokknum þar sem hann mælist með um og yfir 20 prósent. Flokkurinn á hins vegar erfitt uppdráttar á höf- uðborgarsvæðinu og í Reykjavíkur- kjördæmunum slefar fylgið rétt upp fyrir 5 prósentin og aðeins í Suðvest- urkjördæmi fengi Framsókn kjör- dæmakjörinn þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn heldur svo til óbreyttu fylgi í öllum kjördæm- um, en tapar þó marktæku fylgi bæði í Norðaustur- og Suðurkjördæmi. Hann bætir hins vegar hvergi við sig fylgi. Kjördæmabundnum þing- mönnum flokksins myndi fækka um fjóra, yrði þetta niðurstaðan. Samfylkingin tapar sömuleiðis umtalsverðu fylgi í öllum kjördæm- um og aðeins í einu kjördæmi, Reykjavík norður, mælist fylgi flokks- ins í tveggja stafa tölu. Samfylkingin fengi að auki engan kjördæmakjör- inn þingmann á landsbyggðinni. Þetta endurspeglar sífellt þverrandi fylgi flokksins í könnunum á lands- vísu. Hvort nýjum formanni, sem kjörinn verður á landsfundi í byrjun júní, takist að snúa þróuninni við verður að koma í ljós. Björt framtíð fékk sex þingmenn í síðustu alþingiskosningum sem mátti að stórum hluta rekja til ágætis gengis á suðvesturhorni landsins. Íbúar höfuðborgarsvæðisins og ná- grennis hafa yfirgefið flokkinn í stór- um stíl. Hvergi mælist flokkurinn með yfir 5 prósenta fylgi og íbúar Norðvesturkjördæmis vita varla af honum. VG bætir við sig fylgi í öllum kjördæmum að Reykjavík norður undanskildu. Flokkurinn er sem fyrr sterkur í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon hefur leitt listann, en VG telur sig vafalaust sjá sóknarfæri í Suður- og Suðvestur- kjördæmi þar sem fylgið mælist undir tveggja stafa tölu. Alls myndi flokkurinn bæta við sig tveimur kjör- dæmabundnum þingmönnum. n Magnús G. Eyjólfsson mge@eyjan.is n Landsbyggðin heldur lífi í Framsókn n Höfuðborgin hefur yfirgefið Bjarta framtíð Helgarblað 13.–16. maí 201616 Umræða Stjórnmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.